Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 15:44 Tölvuteiknuð mynd af Osiris-Rex að nálgast yfirborð Bennu. Geimfarið lendir ekki á yfirborðinu til að taka sýnið heldur teygir niður hreyfiarm sem þyrlar upp efni á yfirborðinu og grípur það. NASA/Goddard/University of Arizona Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. Bennu er aðeins um 500 metra breitt smástirni og á sýnatakan aðeins að taka örfáar sekúndur. Geimfarið nálgast þá yfirborðið og dælir niður gasi úr hreyfiarmi til þess að róta upp jarðveginum. Ætlunin er að grípa ryk og efni sem þyrlast upp, pakka því inn í hylki og senda það aftur til jarðarinnar. Markmiði er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af efni en breska ríkisútvarpið BBC segir að vísindamennirnir sem standa að leiðangrinum séu vongóðir um að þeir næli sé í kíló eða meira. Áætlað er að sýnatakan eigi sér stað klukkan 22:15 að íslenskum tíma í kvöld. Þá verða Osiris-Rex og Bennu í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni, utan við sporbraut jarðar og hinum megin við sólina. Líklega hluti úr stærra smástirni frá upphafi sólkerfisins Osiris-Rex kom að Bennu árið 2018 og kom þá í ljós að hugmyndir manna um yfirborð smástirnisins reyndust reistar á sandi. Þeir höfðu búist við sandkenndu yfirborði en nærmyndir frá geimfarinu sýndu að það var þvert á móti þakið stórum hnullungum. Einnig kom í ljós að efni af yfirborðinu þeyttist stundum út í geim. Eftir þrotlausa leit að öruggum stað til að taka sýni fundu stjórnendur leiðangursins tvo stórgrýtta staði. Aðalstaðurinn er Næturgalagígurinn og er um átta metra breiður. Armur Osiris-Rex þarf að þræða á milli stórra grjótklumpa en sá stærsti hefur fengið heitið „Dómsfjall“ og er á hæð við tveggja hæða hús. Misheppnist sýnatakan í kvöld verður reynt aftur á öðrum stað síðar en hann gengur undir nafninu „Gjóður“. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að Bennu sé aðeins stærra en fjallið Keilir. Smástirnið er úr grjóti, nærri því biksvart og endurvarpar aðeins um 4% af sólarljósinu sem fellur á það. Þar hafa fundist karbónöt en þau verða til þegar heitt vatn seitlar í gegnum grjót. Því er talið að Bennu sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir 100-1.000 milljónum ára. Því er talið að í því sé enn að finna leifar af efni frá myndun sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Klukkan 22:15 í kvöld fer fram sýnataka í 330 milljón km fjarlægð frá Jörðinni. Þá snertir armur @OSIRISREx gervitunglsins yfirborð smástirnisins Bennu og blæs upp ryki og litlum steinum. Gangi allt upp koma sýnin til Jarðar 24. september árið 2023. https://t.co/O27cSc4eDb— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 20, 2020 Væntanlegt til jarðar haustið 2023 Sýnatakan verður algerlega sjálfvirk enda geta stjórnendur leiðangursins á jörðinni ekki stýrt geimfarinu í rauntíma. Það tekur ljós átján mínútur að fara á milli geimfarsins og jarðar. Þá mun ekki liggja fyrir hvort að sýnatakan heppnaðist fyrr en eftir tíu daga þegar búið verður að bera saman þyngd geimfarsins fyrir og eftir hana, að sögn Space.com. Gangi allt að óskum lendir hylki með sýninu úr Bennu á jörðinni árið 2023. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA nýtur þar fulltingis þeirrar japönsku sem hefur reynslu af því að taka sýni úr smástirni. Von er á jarðvegssýni úr smástirninu Ryugu sem geimfarið Hayabusa-2 tók til jarðar í desember. Geimfarið sjálft lendir ekki á jörðinni heldur sleppir hylki með fallhlíf þegar það þýtur fram hjá 24. september 2023. Osiris-Rex verður áfram á braut um sólina. Bennu er svonefnt jarðnándarsmástirni og getur næst komist um 7,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Sævar Helgi segir í tísti um sýnatökuna í kvöld að um 0,0003% líkur séu á því að Bennu rekist á jörðina í kringum árið 2190. Yfirlitsmynd yfir Næturgalagíginn á Bennu. Útlínur Osiris-Rex eru teiknaðar inn á myndina til þess að sýna stærðarhlutföllin. Sýnatökustaðurinn er sagður á breidd við tennisvöll í einliðaleik.NASA/Goddard/University of Arizona Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. Bennu er aðeins um 500 metra breitt smástirni og á sýnatakan aðeins að taka örfáar sekúndur. Geimfarið nálgast þá yfirborðið og dælir niður gasi úr hreyfiarmi til þess að róta upp jarðveginum. Ætlunin er að grípa ryk og efni sem þyrlast upp, pakka því inn í hylki og senda það aftur til jarðarinnar. Markmiði er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af efni en breska ríkisútvarpið BBC segir að vísindamennirnir sem standa að leiðangrinum séu vongóðir um að þeir næli sé í kíló eða meira. Áætlað er að sýnatakan eigi sér stað klukkan 22:15 að íslenskum tíma í kvöld. Þá verða Osiris-Rex og Bennu í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni, utan við sporbraut jarðar og hinum megin við sólina. Líklega hluti úr stærra smástirni frá upphafi sólkerfisins Osiris-Rex kom að Bennu árið 2018 og kom þá í ljós að hugmyndir manna um yfirborð smástirnisins reyndust reistar á sandi. Þeir höfðu búist við sandkenndu yfirborði en nærmyndir frá geimfarinu sýndu að það var þvert á móti þakið stórum hnullungum. Einnig kom í ljós að efni af yfirborðinu þeyttist stundum út í geim. Eftir þrotlausa leit að öruggum stað til að taka sýni fundu stjórnendur leiðangursins tvo stórgrýtta staði. Aðalstaðurinn er Næturgalagígurinn og er um átta metra breiður. Armur Osiris-Rex þarf að þræða á milli stórra grjótklumpa en sá stærsti hefur fengið heitið „Dómsfjall“ og er á hæð við tveggja hæða hús. Misheppnist sýnatakan í kvöld verður reynt aftur á öðrum stað síðar en hann gengur undir nafninu „Gjóður“. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að Bennu sé aðeins stærra en fjallið Keilir. Smástirnið er úr grjóti, nærri því biksvart og endurvarpar aðeins um 4% af sólarljósinu sem fellur á það. Þar hafa fundist karbónöt en þau verða til þegar heitt vatn seitlar í gegnum grjót. Því er talið að Bennu sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir 100-1.000 milljónum ára. Því er talið að í því sé enn að finna leifar af efni frá myndun sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Klukkan 22:15 í kvöld fer fram sýnataka í 330 milljón km fjarlægð frá Jörðinni. Þá snertir armur @OSIRISREx gervitunglsins yfirborð smástirnisins Bennu og blæs upp ryki og litlum steinum. Gangi allt upp koma sýnin til Jarðar 24. september árið 2023. https://t.co/O27cSc4eDb— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 20, 2020 Væntanlegt til jarðar haustið 2023 Sýnatakan verður algerlega sjálfvirk enda geta stjórnendur leiðangursins á jörðinni ekki stýrt geimfarinu í rauntíma. Það tekur ljós átján mínútur að fara á milli geimfarsins og jarðar. Þá mun ekki liggja fyrir hvort að sýnatakan heppnaðist fyrr en eftir tíu daga þegar búið verður að bera saman þyngd geimfarsins fyrir og eftir hana, að sögn Space.com. Gangi allt að óskum lendir hylki með sýninu úr Bennu á jörðinni árið 2023. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA nýtur þar fulltingis þeirrar japönsku sem hefur reynslu af því að taka sýni úr smástirni. Von er á jarðvegssýni úr smástirninu Ryugu sem geimfarið Hayabusa-2 tók til jarðar í desember. Geimfarið sjálft lendir ekki á jörðinni heldur sleppir hylki með fallhlíf þegar það þýtur fram hjá 24. september 2023. Osiris-Rex verður áfram á braut um sólina. Bennu er svonefnt jarðnándarsmástirni og getur næst komist um 7,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Sævar Helgi segir í tísti um sýnatökuna í kvöld að um 0,0003% líkur séu á því að Bennu rekist á jörðina í kringum árið 2190. Yfirlitsmynd yfir Næturgalagíginn á Bennu. Útlínur Osiris-Rex eru teiknaðar inn á myndina til þess að sýna stærðarhlutföllin. Sýnatökustaðurinn er sagður á breidd við tennisvöll í einliðaleik.NASA/Goddard/University of Arizona
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira