Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 15:56 Heiðrún Helga Bjarnadóttir segir að sér hafi ekki liðið vel á meðan skjálftinn gekk yfir. Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur. Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur.
Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13
Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33