Hæstaréttardómaraefni Trump samþykkt í þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 13:48 Amy Coney Barrett er aðeins 48 ára gömul og gæti setið í hæstarétti næstu áratugina. Hún vildi ekki svara spurningum um afstöðu sína til þungunarrofs og lögmæti sjúkratryggingalaga þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefndinni á dögunum. AP/J. Scott Applewhite Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu Donalds Trump forseta á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara í dag. Demókratar sögðust ætla að sniðganga atkvæðagreiðsluna til þess að mótmæla vinnubrögðum repúblikana sem fara með meirihlutann í nefndinni. Mitch McConell, leiðtogi meirihluta Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í dag að greidd yrðu atkvæði um útnefningu Barrett í þingdeildinni þegar á mánudag. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til að staðfesta skipan hennar sem dómara við réttinn til lífstíðar. Repúblikanar eru með 53 þingsæti af hundrað í öldungadeildinni og Mike Pence varaforseti getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn. Tíu fulltrúar demókrata í dómsmálanefndinni, þar á meðal Kamala Harris, varaforsetaefni flokksins, ætluðu að sniðganga atkvæðagreiðsluna vegna óánægju þeirra með að repúblikanar ætluðu að þvinga staðfestingu Barrett í gegn með flýti fyrir kosningar, að sögn Washington Post. Þeir hafa vísað til þess að McConnell hafnaði að fjalla um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar sæti við dómarann losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar árið 2016. Hélt McConnell því þá fram að of skammt væri til kosninga og að nýr forseti ætti að fá að velja dómaranna. Repúblikanar hafa sagt aðstæður aðrar nú þar sem þeir ráða bæði forsetaembættinu og öldungadeildinni, ólíkt árið 2016 þegar Obama var forsetinn en repúblikanar fóru með meirihluta í deildinni. „Þetta eru þvílík brot á bandarískum hefðum, gildum, velsæmi og heiðri,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni. Breyttu fundarsköpum Repúblikanar breyttu fundarsköpum til þess að geta haldið áfram með staðfestingu Barrett í embætti. Þau höfðu fram að þessu gert ráð fyrir að ekki væri ákvörðunarbær meirihluti til staðar nema að minnsta kosti tveir fulltrúar minnihlutans væru viðstaddir. Lindsey Graham, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, sagði Barrett eiga skilið að vera skipuð dómari og að þingið myndi staðfesta hana. Sagði hann demókrata hafa „valið að taka ekki þátt“. Þegar Barrett verður staðfest í embætti verða dómarar sem repúblikanar skipuðu komnir í öruggan meirihluta í hæstarétti, sex gegn þremur sem voru skipaðir af forsetum úr röðum demókrata. Þannig gæti dómurinn tekið skarpa hægri beygju til næstu áratuganna. Barrett er talin verða á meðal íhaldssömustu dómaranna við réttinn. Innan við tvær vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum. Töluverðar vangaveltur hafa verið uppi um að nái Joe Biden kjöri sem forseti og demókratar vinni meirihluta í öldungadeildinni gætu þeir reynt að bæta við dómurum við hæstarétt til að jafna hlutföll á milli íhaldssamra og frjálslyndar dómara. Í viðtali við 60 mínútur sem á að birtast um næstu helgi vildi Biden ekki ganga svo langt en sagðist ætla að koma á fót þverpólitískum starfshópi sem eigi að skila tillögum að umbótum á réttarkerfinu og dómaraskipunum verði hann forseti. 🚨THIS ANSWER will drive *a lot* of convo today ... BIDEN says he’ll create a “national commission” to create a plan “as to how to reform the court system”This is part of his intvw w @NorahODonnell on @60Minutes pic.twitter.com/X78BmAW6Hy— Jake Sherman (@JakeSherman) October 22, 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu Donalds Trump forseta á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara í dag. Demókratar sögðust ætla að sniðganga atkvæðagreiðsluna til þess að mótmæla vinnubrögðum repúblikana sem fara með meirihlutann í nefndinni. Mitch McConell, leiðtogi meirihluta Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í dag að greidd yrðu atkvæði um útnefningu Barrett í þingdeildinni þegar á mánudag. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til að staðfesta skipan hennar sem dómara við réttinn til lífstíðar. Repúblikanar eru með 53 þingsæti af hundrað í öldungadeildinni og Mike Pence varaforseti getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn. Tíu fulltrúar demókrata í dómsmálanefndinni, þar á meðal Kamala Harris, varaforsetaefni flokksins, ætluðu að sniðganga atkvæðagreiðsluna vegna óánægju þeirra með að repúblikanar ætluðu að þvinga staðfestingu Barrett í gegn með flýti fyrir kosningar, að sögn Washington Post. Þeir hafa vísað til þess að McConnell hafnaði að fjalla um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar sæti við dómarann losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar árið 2016. Hélt McConnell því þá fram að of skammt væri til kosninga og að nýr forseti ætti að fá að velja dómaranna. Repúblikanar hafa sagt aðstæður aðrar nú þar sem þeir ráða bæði forsetaembættinu og öldungadeildinni, ólíkt árið 2016 þegar Obama var forsetinn en repúblikanar fóru með meirihluta í deildinni. „Þetta eru þvílík brot á bandarískum hefðum, gildum, velsæmi og heiðri,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni. Breyttu fundarsköpum Repúblikanar breyttu fundarsköpum til þess að geta haldið áfram með staðfestingu Barrett í embætti. Þau höfðu fram að þessu gert ráð fyrir að ekki væri ákvörðunarbær meirihluti til staðar nema að minnsta kosti tveir fulltrúar minnihlutans væru viðstaddir. Lindsey Graham, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, sagði Barrett eiga skilið að vera skipuð dómari og að þingið myndi staðfesta hana. Sagði hann demókrata hafa „valið að taka ekki þátt“. Þegar Barrett verður staðfest í embætti verða dómarar sem repúblikanar skipuðu komnir í öruggan meirihluta í hæstarétti, sex gegn þremur sem voru skipaðir af forsetum úr röðum demókrata. Þannig gæti dómurinn tekið skarpa hægri beygju til næstu áratuganna. Barrett er talin verða á meðal íhaldssömustu dómaranna við réttinn. Innan við tvær vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum. Töluverðar vangaveltur hafa verið uppi um að nái Joe Biden kjöri sem forseti og demókratar vinni meirihluta í öldungadeildinni gætu þeir reynt að bæta við dómurum við hæstarétt til að jafna hlutföll á milli íhaldssamra og frjálslyndar dómara. Í viðtali við 60 mínútur sem á að birtast um næstu helgi vildi Biden ekki ganga svo langt en sagðist ætla að koma á fót þverpólitískum starfshópi sem eigi að skila tillögum að umbótum á réttarkerfinu og dómaraskipunum verði hann forseti. 🚨THIS ANSWER will drive *a lot* of convo today ... BIDEN says he’ll create a “national commission” to create a plan “as to how to reform the court system”This is part of his intvw w @NorahODonnell on @60Minutes pic.twitter.com/X78BmAW6Hy— Jake Sherman (@JakeSherman) October 22, 2020
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42