Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 23:34 Björgvin Páll Gústavsson segir „gjörsamlega galið“ að fólk hafi skipst í fylkingar í umræðu um eineltismál. vísir/afp Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. Hann hafi grátið bæði af leiða og vonbrigðum yfir okkur sem samfélagi. Björgvin birti í gær myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallaði um eineltismál og sagði hann í færslunni með myndbandinu mikilvægt að opna á umræðuna um einelti og skoða hana frá öllum hliðum. Einelti hefur verið mikið í umræðunni eftir að móðir Ólívers, drengs á ellefta ári, greindi frá alvarlegu einelti sem hann hefur orðið fyrir undafarin misseri. Björgvin Páll birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann segist vonsvikinn yfir viðbrögðum almennings við fréttunum um Ólíver. „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi og láta þung orð falla um mál sem það veit ekkert um. Við leysum ekki vandamálin með því að „glæpavæða“ gerendur eineltis, einbeita okkur að refsiaðgerðum og klína ábyrgðinni á kerfið, skólann eða fólk sem er að gera sitt besta,“ skrifar Björgvin. Hann segir galið að fólk haldi því fram að eineltismál hafi eitthvað með skólakerfið okkar, ákveðna skóla eða ákveðið starfsfólk að gera. „Skólarnir eru stútfullir af hæfileikaríku fólki sem vill gera vel. Það að rífa kennara eða skólastjórnendur niður í svaðið er alveg sérstaklega ömurlegt því að þau geta ekki svarað fyrir sig með neinum hætti,“ skrifar hann. „Ábyrgðin liggur alveg eins hjá okkur sem samfélagi í hlutum eins og einelti. Það sem að ég hef orðið vitni af á samfélagsmiðlum og eins í kommentankerfum sýnir að mínu mati rót vandans,“ skrifar Björgvin. Hann segir mikilvægt að við munum að tvær hliðar séu á öllum peningum, hliðin sem ekki sjáist sé oft full af vanlíðan. Síðasti sólarhringur hefur verið ein mín mesta rússíbanaferð í lengri tíma. Þetta byrjaði allt þegar ég setti mig í...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, October 25, 2020 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. Hann hafi grátið bæði af leiða og vonbrigðum yfir okkur sem samfélagi. Björgvin birti í gær myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallaði um eineltismál og sagði hann í færslunni með myndbandinu mikilvægt að opna á umræðuna um einelti og skoða hana frá öllum hliðum. Einelti hefur verið mikið í umræðunni eftir að móðir Ólívers, drengs á ellefta ári, greindi frá alvarlegu einelti sem hann hefur orðið fyrir undafarin misseri. Björgvin Páll birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann segist vonsvikinn yfir viðbrögðum almennings við fréttunum um Ólíver. „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi og láta þung orð falla um mál sem það veit ekkert um. Við leysum ekki vandamálin með því að „glæpavæða“ gerendur eineltis, einbeita okkur að refsiaðgerðum og klína ábyrgðinni á kerfið, skólann eða fólk sem er að gera sitt besta,“ skrifar Björgvin. Hann segir galið að fólk haldi því fram að eineltismál hafi eitthvað með skólakerfið okkar, ákveðna skóla eða ákveðið starfsfólk að gera. „Skólarnir eru stútfullir af hæfileikaríku fólki sem vill gera vel. Það að rífa kennara eða skólastjórnendur niður í svaðið er alveg sérstaklega ömurlegt því að þau geta ekki svarað fyrir sig með neinum hætti,“ skrifar hann. „Ábyrgðin liggur alveg eins hjá okkur sem samfélagi í hlutum eins og einelti. Það sem að ég hef orðið vitni af á samfélagsmiðlum og eins í kommentankerfum sýnir að mínu mati rót vandans,“ skrifar Björgvin. Hann segir mikilvægt að við munum að tvær hliðar séu á öllum peningum, hliðin sem ekki sjáist sé oft full af vanlíðan. Síðasti sólarhringur hefur verið ein mín mesta rússíbanaferð í lengri tíma. Þetta byrjaði allt þegar ég setti mig í...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, October 25, 2020
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Sjá meira
Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34
„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent