Kerfisþolinn Jón Pétursson skrifar 28. október 2020 20:16 Til Miðflokksins leita reglulega einstaklingar sem hafa eða telja sig hafa orðið fyrir ósanngjarnri meðhöndlun af kerfinu. Frá því að flokkurinn birti auglýsingu þess efnis hafa streymt hundruð slíkra frásagna og eru þær enn að berast. Hér eftir fer ein slík: Ríkisstjórnin auglýsti nýlega verkefnið „allir vinna“. Verkefnið gengur út á að einstaklingar fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við endurbætur á húsnæði og viðgerðir á fólksbifreiðum. Maður fór í góðri trú og lét gera við bílinn sinn en virðisaukaskatturinn af vinnuliðnum var heilar 27 þúsund krónur. Þessi maður býr við þær aðstæður að hann þarf að notast við fjórhjóladrifsbíl stóran hluta ársins. Bifreiðin er í þessu tilfelli Toyota Hilux „double cab“ Þegar maðurinn sótti um endurgreiðslu var honum tjáð að reglurnar giltu ekki um sendiferðabíla! Ekki vildi hann una þeirri niðurstöðu heldur leitaði sér frekari upplýsinga. Skilningur skattsins var sá að væri farþegarýmið lengra en farangursrýmið væri sannarlega um fólksbifreið að ræða. Farangursrýmið var 160 cm að lengd, þ.e. pallur bílsins sem er yfirbyggður, en farþegarýmið röskir tveir metrar. Túlkun samgöngustofu var önnur og eru bílar með palli skilgreindir sem sendiferðabílar. „REGLUGERÐ NR. 822/2004 UM GERÐ OG BÚNAÐ ÖKUTÆKJA“ Hefði viðkomandi maður á sínum tíma keypt Landcruiser í stað Hilux hefði hann fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Upphæðin sem slík er ekki stóra málið í þessu tilfelli heldur óskýrar reglur sem leiddu til mikillar skriffinnsku, fyrirspurna og athuganna innan kerfisins. Kostnaðurinn við það er að öllum líkindum miklu meiri en þær 27 þúsundir sem manninum var neitað um. Er ekki eitthvað að? Fjöldinn allur af svipuðum málum hefur Miðflokkurinn fengið inn á sitt borð. Þau eiga það flest sameiginlegt að flókið regluverk gerir einstaklingum og litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Kostnaður kerfisins getur verið mikill, hann greiða skattborgarar hvort sem þeim líkar betur eða verr, en kostnaður einstaklinganna getur verið óyfirstíganlegur. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Til Miðflokksins leita reglulega einstaklingar sem hafa eða telja sig hafa orðið fyrir ósanngjarnri meðhöndlun af kerfinu. Frá því að flokkurinn birti auglýsingu þess efnis hafa streymt hundruð slíkra frásagna og eru þær enn að berast. Hér eftir fer ein slík: Ríkisstjórnin auglýsti nýlega verkefnið „allir vinna“. Verkefnið gengur út á að einstaklingar fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við endurbætur á húsnæði og viðgerðir á fólksbifreiðum. Maður fór í góðri trú og lét gera við bílinn sinn en virðisaukaskatturinn af vinnuliðnum var heilar 27 þúsund krónur. Þessi maður býr við þær aðstæður að hann þarf að notast við fjórhjóladrifsbíl stóran hluta ársins. Bifreiðin er í þessu tilfelli Toyota Hilux „double cab“ Þegar maðurinn sótti um endurgreiðslu var honum tjáð að reglurnar giltu ekki um sendiferðabíla! Ekki vildi hann una þeirri niðurstöðu heldur leitaði sér frekari upplýsinga. Skilningur skattsins var sá að væri farþegarýmið lengra en farangursrýmið væri sannarlega um fólksbifreið að ræða. Farangursrýmið var 160 cm að lengd, þ.e. pallur bílsins sem er yfirbyggður, en farþegarýmið röskir tveir metrar. Túlkun samgöngustofu var önnur og eru bílar með palli skilgreindir sem sendiferðabílar. „REGLUGERÐ NR. 822/2004 UM GERÐ OG BÚNAÐ ÖKUTÆKJA“ Hefði viðkomandi maður á sínum tíma keypt Landcruiser í stað Hilux hefði hann fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Upphæðin sem slík er ekki stóra málið í þessu tilfelli heldur óskýrar reglur sem leiddu til mikillar skriffinnsku, fyrirspurna og athuganna innan kerfisins. Kostnaðurinn við það er að öllum líkindum miklu meiri en þær 27 þúsundir sem manninum var neitað um. Er ekki eitthvað að? Fjöldinn allur af svipuðum málum hefur Miðflokkurinn fengið inn á sitt borð. Þau eiga það flest sameiginlegt að flókið regluverk gerir einstaklingum og litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Kostnaður kerfisins getur verið mikill, hann greiða skattborgarar hvort sem þeim líkar betur eða verr, en kostnaður einstaklinganna getur verið óyfirstíganlegur. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar