Lögðu út naglamottur og beittu úðavopni til að ná manni sem var talinn ógnandi Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 14:29 Frá aðgerðum á vettvangi í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að unglingunum fannst stafa ógn af manninum. Myndband af aðgerðum á vettvangi má sjá hér fyrir neðan: Þegar lögregla kom á vettvang sat maðurinn í bíl sínum sem var kyrrstæður við Vesturlandsveg. Þegar lögreglumenn reyndu gengu að bílnum ákvað maðurinn að bruna af stað. Hófst þá mikil eftirför lögreglu í Mosfellsbæ sem var með mikinn viðbúnað til að reyna að stöðva för mannsins. Brá lögreglan meðal annars á það ráð að setja út naglamottur á nokkra staði en maðurinn ók ekki inn á þá staði. Eftir að maðurinn hafði ekið á móti umferð á hringtorgi á Vesturlandsvegi ákvað lögreglan að setja upp svokallaða „fasta fyrirstöðu“, eins og Ásgeir kallar það. Maðurinn reyndi að aka fram hjá fyrirstöðunni með því að fara upp á gangstétt. Var þá ákveðið að keyra bíl mannsins út, sem þýðir að lögreglubíl var ekið utan í bíl mannsins og för hans stöðvuð þannig til móts við N1 á Vesturlandsvegi. Þegar búið var að tryggja að bíllinn kæmist ekki lengra neitaði maðurinn að yfirgefa bílinn. Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bílinn og yfirbuga manninn með úðavopni. Sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang en þá var búið að handtaka manninn. Ásgeir segir manninn grunaðan um fjölda brota, þar á meðal brot á umferðarlögum. Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að unglingunum fannst stafa ógn af manninum. Myndband af aðgerðum á vettvangi má sjá hér fyrir neðan: Þegar lögregla kom á vettvang sat maðurinn í bíl sínum sem var kyrrstæður við Vesturlandsveg. Þegar lögreglumenn reyndu gengu að bílnum ákvað maðurinn að bruna af stað. Hófst þá mikil eftirför lögreglu í Mosfellsbæ sem var með mikinn viðbúnað til að reyna að stöðva för mannsins. Brá lögreglan meðal annars á það ráð að setja út naglamottur á nokkra staði en maðurinn ók ekki inn á þá staði. Eftir að maðurinn hafði ekið á móti umferð á hringtorgi á Vesturlandsvegi ákvað lögreglan að setja upp svokallaða „fasta fyrirstöðu“, eins og Ásgeir kallar það. Maðurinn reyndi að aka fram hjá fyrirstöðunni með því að fara upp á gangstétt. Var þá ákveðið að keyra bíl mannsins út, sem þýðir að lögreglubíl var ekið utan í bíl mannsins og för hans stöðvuð þannig til móts við N1 á Vesturlandsvegi. Þegar búið var að tryggja að bíllinn kæmist ekki lengra neitaði maðurinn að yfirgefa bílinn. Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bílinn og yfirbuga manninn með úðavopni. Sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang en þá var búið að handtaka manninn. Ásgeir segir manninn grunaðan um fjölda brota, þar á meðal brot á umferðarlögum.
Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira