Geðheilbrigði Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2020 09:00 Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar breytingar á okkar samfélagi. Við erum nánast öll í stöðugri aðlögun, nýjar reglur og ný viðmið sem taka stöðugum breytingum. Daglegu lífi okkar allra hefur verið umturnað. Vissulega hefur ástandið mismunandi áhrif á okkur þar sem sóttvarnaraðgerðir snerta okkur mis mikið. Það fagfólk á sviði geðheilbrigðismála sem ég hef talað við hefur áhyggjur af afleiðingum faraldursins sem nú geisar hvað varðar geðheilbrigði. Fagfólk talar um að ástandið fari versnandi eftir því sem faraldurinn dregst á langinn. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hver sé raunveruleg staða í geðheilbrigðismálum til þess að hægt sé að bregðast við sem fyrst ef talin er vera þörf á því. Tillaga um úttekt á stöðu geðheilbrigðismála Í borgarstjórn í dag mun ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flytja tillögu um að gerð verði úttekt á stöðu geðheilbrigðismála hjá Reykjavíkurborg vegna kórónuveirunnar. Í kjölfarið verði unnin aðgerðaáætlun sem fylgt verði eftir. Fulltrúum velferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs verði falin gerð úttektar annars vegar og aðgerðaáætlunar hins vegar enda eru það þau svið Reykjavíkurborgar sem málið snertir helst. Vinnan verði jafnframt unnin í samstarfi við fagaðila á sviði geðheilbrigðismála ásamt fulltrúum frá samtökum sem sinna geðheilbrigðismálum. Lagt er til að vinnu við greiningu og aðgerðaáætlun ljúki eigi síðar en í árslok 2020 og niðurstöðunni verði skilað til borgarráðs. Aðgerðaáætlun komi til framkvæmda í ársbyrjun 2021. Aldrei mikilvægara að huga að geðheilbrigði Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægar en núna að huga að geðheilbrigðismálum. Þeir hópar sem hafa orðið fyrir hvað mestum breytingum vegna sóttvarnaraðgerða þarf að skoða sérstaklega. Unglingarnir okkar stóðu ekki vel fyrir komu kórónuveirunnar og því miður hefur orðið gríðarleg röskun á þeirra lífi. Það er eflaust ekki auðvelt að vera ung manneskja og alast upp á tímum kórónuveirunnar þar sem öll félagsleg samskipti eru allt önnur en við eigum að venjast. Unglingar hafa sjálfir verið duglegir að kalla eftir breytingum og aukinni fræðslu um geðheilbrigði. Því miður þá hefur ekki verið orðið við þeim óskum. Reykjavíkurborg verður leiðandi Það er þekkt að þegar að stormurinn geisar að þá hörkum við hann oft af okkur og síðan koma afleiðingarnar í ljós. Það er því mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum núna og beina athygli okkar að forvörnum og heilsueflingu í ríkara mæli. Reykjavíkurborg á þar að taka forystu með því að marka sér skýra stefnumótun og huga ávalt að því að allir íbúar sveitarfélagsins setji geðheilsuna í forgang. Það er eitt af mikilvægustu verkefnum sem þarf að vinna núna á tímum kórónuveirufaraldursins, hlúum mun betur að geðheilbrigðismálum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Geðheilbrigði Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar breytingar á okkar samfélagi. Við erum nánast öll í stöðugri aðlögun, nýjar reglur og ný viðmið sem taka stöðugum breytingum. Daglegu lífi okkar allra hefur verið umturnað. Vissulega hefur ástandið mismunandi áhrif á okkur þar sem sóttvarnaraðgerðir snerta okkur mis mikið. Það fagfólk á sviði geðheilbrigðismála sem ég hef talað við hefur áhyggjur af afleiðingum faraldursins sem nú geisar hvað varðar geðheilbrigði. Fagfólk talar um að ástandið fari versnandi eftir því sem faraldurinn dregst á langinn. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hver sé raunveruleg staða í geðheilbrigðismálum til þess að hægt sé að bregðast við sem fyrst ef talin er vera þörf á því. Tillaga um úttekt á stöðu geðheilbrigðismála Í borgarstjórn í dag mun ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flytja tillögu um að gerð verði úttekt á stöðu geðheilbrigðismála hjá Reykjavíkurborg vegna kórónuveirunnar. Í kjölfarið verði unnin aðgerðaáætlun sem fylgt verði eftir. Fulltrúum velferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs verði falin gerð úttektar annars vegar og aðgerðaáætlunar hins vegar enda eru það þau svið Reykjavíkurborgar sem málið snertir helst. Vinnan verði jafnframt unnin í samstarfi við fagaðila á sviði geðheilbrigðismála ásamt fulltrúum frá samtökum sem sinna geðheilbrigðismálum. Lagt er til að vinnu við greiningu og aðgerðaáætlun ljúki eigi síðar en í árslok 2020 og niðurstöðunni verði skilað til borgarráðs. Aðgerðaáætlun komi til framkvæmda í ársbyrjun 2021. Aldrei mikilvægara að huga að geðheilbrigði Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægar en núna að huga að geðheilbrigðismálum. Þeir hópar sem hafa orðið fyrir hvað mestum breytingum vegna sóttvarnaraðgerða þarf að skoða sérstaklega. Unglingarnir okkar stóðu ekki vel fyrir komu kórónuveirunnar og því miður hefur orðið gríðarleg röskun á þeirra lífi. Það er eflaust ekki auðvelt að vera ung manneskja og alast upp á tímum kórónuveirunnar þar sem öll félagsleg samskipti eru allt önnur en við eigum að venjast. Unglingar hafa sjálfir verið duglegir að kalla eftir breytingum og aukinni fræðslu um geðheilbrigði. Því miður þá hefur ekki verið orðið við þeim óskum. Reykjavíkurborg verður leiðandi Það er þekkt að þegar að stormurinn geisar að þá hörkum við hann oft af okkur og síðan koma afleiðingarnar í ljós. Það er því mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum núna og beina athygli okkar að forvörnum og heilsueflingu í ríkara mæli. Reykjavíkurborg á þar að taka forystu með því að marka sér skýra stefnumótun og huga ávalt að því að allir íbúar sveitarfélagsins setji geðheilsuna í forgang. Það er eitt af mikilvægustu verkefnum sem þarf að vinna núna á tímum kórónuveirufaraldursins, hlúum mun betur að geðheilbrigðismálum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar