Evrópuleiðtogar vilja skella í lás eftir hryðjuverkaárásir Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 20:42 Kurz, kanslari Austurríkis, (t.v.), Macron Frakklandsforseti, (f.m.) og Merkel Þýskalandskanslari (t.h.) ræða við fréttamenn eftir fund þeirra í dag. Vísir/EPA Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira