„Já, er það út af Covid?“ Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:30 Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar