Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 11:25 Gurbanguly Berdymukhamedov gaf Vladimír Pútín, forseta Rússlands, þennan hund á fundi þeirra árið 2017. EPA/MAXIM SHEMETOV Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. Styttan var reist í nýju hverfi í Ashgabat, höfuðborg landsins, og komið fyrir á stóru hringtorgi í hverfinu. Styttan stendur á palli sem þakinn er skjám sem sýna myndefni af hundategundinni. Um er að ræða svokallaða Alabai hunda en Berdymukhamedov er mikill aðdáandi þeirra og hefur hann meðal annars skrifað bók um tegundina og jafnvel ljóð sem varð svo að lagi. Í frétt ríkismiðils Túrkmenistan segir að tilgangur styttunnar og minnisvarðans í heild sé að votta „þessum dásamlegu dýrum“ virðingu. Styttan sjálf er sex metra há og er sögð standa á níu metra háum palli, samkvæmt áðurnefndri frétt. Þar segir þó einnig að minnisvarðinn sé ellefu metra hár og á 36 metra palli. Hér að neðan má sjá myndefni úr frétt Ríkissjónvarps Túrkmenistan í gær sem fjallaði um opnun hverfisins og þar á meðal um styttuna umræddu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í fyrra hefur Berdymukhamedov lengi hyllt Alabai hundana og notað þá í viðleitni hans til að byggja þjóðarstolt. Hann hefur gefið öðrum þjóðarleiðtogum hvolpa og þeirra á meðal er Valdimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Frægasta hláturskast Íslandssögunnar Berdymukhamedov hefur einnig skrifað ljóð og bók um hesta Túrkmenistan en ást hans á hestum hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina og þá sérstaklega af grínistanum John Oliver í þætti hans Last Week Tonight í fyrra. Hann hefur þar að auki gefið út lag með barnabarni sínu sem fjallar um hesta Túrkmenistan. Hér er svo enn meira myndefni af Berdymukhamedov með hundum. Þar má meðal annars sjá einræðisherrann gefa hermönnum Alabai hvolpa. Túrkmenistan Dýr Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. Styttan var reist í nýju hverfi í Ashgabat, höfuðborg landsins, og komið fyrir á stóru hringtorgi í hverfinu. Styttan stendur á palli sem þakinn er skjám sem sýna myndefni af hundategundinni. Um er að ræða svokallaða Alabai hunda en Berdymukhamedov er mikill aðdáandi þeirra og hefur hann meðal annars skrifað bók um tegundina og jafnvel ljóð sem varð svo að lagi. Í frétt ríkismiðils Túrkmenistan segir að tilgangur styttunnar og minnisvarðans í heild sé að votta „þessum dásamlegu dýrum“ virðingu. Styttan sjálf er sex metra há og er sögð standa á níu metra háum palli, samkvæmt áðurnefndri frétt. Þar segir þó einnig að minnisvarðinn sé ellefu metra hár og á 36 metra palli. Hér að neðan má sjá myndefni úr frétt Ríkissjónvarps Túrkmenistan í gær sem fjallaði um opnun hverfisins og þar á meðal um styttuna umræddu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í fyrra hefur Berdymukhamedov lengi hyllt Alabai hundana og notað þá í viðleitni hans til að byggja þjóðarstolt. Hann hefur gefið öðrum þjóðarleiðtogum hvolpa og þeirra á meðal er Valdimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Frægasta hláturskast Íslandssögunnar Berdymukhamedov hefur einnig skrifað ljóð og bók um hesta Túrkmenistan en ást hans á hestum hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina og þá sérstaklega af grínistanum John Oliver í þætti hans Last Week Tonight í fyrra. Hann hefur þar að auki gefið út lag með barnabarni sínu sem fjallar um hesta Túrkmenistan. Hér er svo enn meira myndefni af Berdymukhamedov með hundum. Þar má meðal annars sjá einræðisherrann gefa hermönnum Alabai hvolpa.
Túrkmenistan Dýr Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10