Vísuðu dönskum öfgamönnum sem ætluðu að brenna Kóraninn úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 22:04 Danirnir ætluðu að brenna Kóraninn í Molenbeek-hverfinu í Brussel. Stór hluti íbúar þar er af marokkóskum ættum. Vísir/EPA Belgísk yfirvöld vísuðu fimm dönskum hægriöfgamönnum úr landi í dag. Þeir eru taldir hafa ætlað að brenna Kóran, helgirit múslima, í hverfi höfuðborgarinnar Brussel þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Mennirnir eru sagðir hafa valdið alvarlegri ógn við allsherjarreglu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fimmmenningarnir séu samverkamenn danska hægriöfgaleiðtogans Rasmusar Paludan. Hann er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn í Danmörku, stundum vöfðum inn í beikon. Paludan var sjálfum vísað frá Frakklandi þar sem hann ætlaði að brenna Kóran í París í gær. Mennirnir fimm eru taldir hafa ætlað að brenna helgiritið í Molenbeek-Saint-Jean, hverfi þar sem stór hluti íbúa er af marokkóskum ættum. Belgískir lögregluþjónar stöðvuðu för þeirra og vísuðu svo máli þeirra til saksóknara. Sammy Mahdi, aðstoðarutanríkisráðherra, segir að mennirnir hafi verið beðnir um að yfirgefa land strax og þeir hafi orðið við því. Þeim var vísað tafarlaust úr landi vegna þess að þeir voru taldir ógna allsherjarreglu í Belgíu. „Í okkar samfélagi, sem er þegar mjög pólitískt skautað, þurfum við ekki á því að halda að fólk komi og ali á hatri,“ sagði Mahdi sem sjálfur er sonur írasks flóttamanns. Ólga hefur ríkt í nokkrum Evrópulöndum eftir hrinu hryðjuverka í Frakklandi og Austurríki síðasta mánuðinn. Paludan er þekktur kynþáttahatari í Danmörku og sat meðal annars í fangelsi í mánuð fyrr á þessu ári fyrir að birta hatursáróður gegn múslimum á samfélagsmiðlasíðum öfgasamtaka sinna. Til óeirða kom þegar aðdáendur Paludan brenndu Kóran í Malmö í Svíþjóð í ágúst. Belgía Trúmál Danmörk Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Belgísk yfirvöld vísuðu fimm dönskum hægriöfgamönnum úr landi í dag. Þeir eru taldir hafa ætlað að brenna Kóran, helgirit múslima, í hverfi höfuðborgarinnar Brussel þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Mennirnir eru sagðir hafa valdið alvarlegri ógn við allsherjarreglu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fimmmenningarnir séu samverkamenn danska hægriöfgaleiðtogans Rasmusar Paludan. Hann er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn í Danmörku, stundum vöfðum inn í beikon. Paludan var sjálfum vísað frá Frakklandi þar sem hann ætlaði að brenna Kóran í París í gær. Mennirnir fimm eru taldir hafa ætlað að brenna helgiritið í Molenbeek-Saint-Jean, hverfi þar sem stór hluti íbúa er af marokkóskum ættum. Belgískir lögregluþjónar stöðvuðu för þeirra og vísuðu svo máli þeirra til saksóknara. Sammy Mahdi, aðstoðarutanríkisráðherra, segir að mennirnir hafi verið beðnir um að yfirgefa land strax og þeir hafi orðið við því. Þeim var vísað tafarlaust úr landi vegna þess að þeir voru taldir ógna allsherjarreglu í Belgíu. „Í okkar samfélagi, sem er þegar mjög pólitískt skautað, þurfum við ekki á því að halda að fólk komi og ali á hatri,“ sagði Mahdi sem sjálfur er sonur írasks flóttamanns. Ólga hefur ríkt í nokkrum Evrópulöndum eftir hrinu hryðjuverka í Frakklandi og Austurríki síðasta mánuðinn. Paludan er þekktur kynþáttahatari í Danmörku og sat meðal annars í fangelsi í mánuð fyrr á þessu ári fyrir að birta hatursáróður gegn múslimum á samfélagsmiðlasíðum öfgasamtaka sinna. Til óeirða kom þegar aðdáendur Paludan brenndu Kóran í Malmö í Svíþjóð í ágúst.
Belgía Trúmál Danmörk Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira