Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2020 12:17 Áætlað er að um 14 milljónir minka séu á minkabúum í Danmörku. AP Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Tilkynningin kemur á sama tíma og greint er frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunni hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Danskir fjölmiðlar segja Jafnaðarmannaflokk Frederiksens hafa náð samkomulag við samstarfsflokkana Enhedslisten, SF, De Radikale og Alternativet um aðgerðina. Mogen Jensen, matvælaráðherra Danmerkur, kveðst mjög ánægður með að samkomulagið sé í höfn og að vonandi verði hægt að einhverja sátt um þann stórfellda niðurskurð sem þarf að ráðast í. „Þetta hefur verið óreiðukennt ferli, ég er fyrstur til að viðurkenna það,“ segir ráðherrann í samtali við DR. Samkomulagið felur meðal annars í sér að ræktendur fái 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Fyrr í haust var greint frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á fjölda minkabúa í Danmörku og hafði veiran borist í fólk. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og hafa spjótin beinst sérstaklega að matvælaráðherranum Jensen. Þingmenn munu nú greiða atkvæði um lagafrumvarpið en eins og áður sagði hefur samkomulag náðst og er fastlega gert ráð fyrir að meirihluti þingmanna muni greiða atkvæði með. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Tilkynningin kemur á sama tíma og greint er frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunni hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Danskir fjölmiðlar segja Jafnaðarmannaflokk Frederiksens hafa náð samkomulag við samstarfsflokkana Enhedslisten, SF, De Radikale og Alternativet um aðgerðina. Mogen Jensen, matvælaráðherra Danmerkur, kveðst mjög ánægður með að samkomulagið sé í höfn og að vonandi verði hægt að einhverja sátt um þann stórfellda niðurskurð sem þarf að ráðast í. „Þetta hefur verið óreiðukennt ferli, ég er fyrstur til að viðurkenna það,“ segir ráðherrann í samtali við DR. Samkomulagið felur meðal annars í sér að ræktendur fái 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Fyrr í haust var greint frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á fjölda minkabúa í Danmörku og hafði veiran borist í fólk. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og hafa spjótin beinst sérstaklega að matvælaráðherranum Jensen. Þingmenn munu nú greiða atkvæði um lagafrumvarpið en eins og áður sagði hefur samkomulag náðst og er fastlega gert ráð fyrir að meirihluti þingmanna muni greiða atkvæði með.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23
Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04
Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13