Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 14:25 Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku. Getty/Jakub Porzycki/NurPhoto Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. Gert er ráð fyrir að sótt verði um neyðarleyfi fyrir efninu á næstu dögum. Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku, fyrst lyfjafyrirtækja sem standa að þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þær niðurstöður gáfu til kynna að efnið veitti 90 prósent vörn, sem þótti framar vonum. Í tilkynningu frá Pfizer í dag segir eins og áður kom fram að vörn gegn veirunni mælist 95 prósent 28 dögum eftir fyrsta skammt. Metnir voru 170 einstaklingar sem veiktust, þar af höfðu 162 fengið lyfleysu en átta bóluefnið. Þá er virknin sögð sú sama þvert á aldurshópa, kyn og kynþátt. Vörn hjá eldri en 65 ára mældist 94 prósent. Enn fremur segir í tilkynningu að bóluefnið sé öruggt. Einu merkjanlegu aukaverkanirnar hafi verið þreyta í 3,8 prósent tilvika og höfuðverkur í 2 prósent tilvika. Öryggisviðmið Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) til að sækja um neyðarleyfi fyrir efninu hafi jafnframt verið uppfyllt. Pfizer kveðst nú stefna að því að sækja um slíkt leyfi til FDA á allra næstu dögum. Líkt og áður hefur komið fram er framleiðslugeta Pfizer um 50 milljón skammtar á þessu ári. Fyrirtækið kveðst geta framleitt 1,3 milljarða skammta til viðbótar á næsta ári og væntir þess að geta dreift efninu um allan heim. Bóluefni Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Geyma þarf efnið við 70 til 80 stiga frost. Bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna tilkynnti nú í vikunni að bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni veiti 95 prósent vörn. Pfizer og Moderna eru komin lengst þeirra fyrirtækja sem þróað hafa bóluefni undanfarna mánuði. Bæði efnin eru svokölluð RNA-bóluefni og þróuð á svipaðan máta. Íslandi er tryggt aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem þegar hefur undirritað samning við fjóra framleiðendur, þ. á m. Pfizer/BioNTech. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. Gert er ráð fyrir að sótt verði um neyðarleyfi fyrir efninu á næstu dögum. Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku, fyrst lyfjafyrirtækja sem standa að þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þær niðurstöður gáfu til kynna að efnið veitti 90 prósent vörn, sem þótti framar vonum. Í tilkynningu frá Pfizer í dag segir eins og áður kom fram að vörn gegn veirunni mælist 95 prósent 28 dögum eftir fyrsta skammt. Metnir voru 170 einstaklingar sem veiktust, þar af höfðu 162 fengið lyfleysu en átta bóluefnið. Þá er virknin sögð sú sama þvert á aldurshópa, kyn og kynþátt. Vörn hjá eldri en 65 ára mældist 94 prósent. Enn fremur segir í tilkynningu að bóluefnið sé öruggt. Einu merkjanlegu aukaverkanirnar hafi verið þreyta í 3,8 prósent tilvika og höfuðverkur í 2 prósent tilvika. Öryggisviðmið Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) til að sækja um neyðarleyfi fyrir efninu hafi jafnframt verið uppfyllt. Pfizer kveðst nú stefna að því að sækja um slíkt leyfi til FDA á allra næstu dögum. Líkt og áður hefur komið fram er framleiðslugeta Pfizer um 50 milljón skammtar á þessu ári. Fyrirtækið kveðst geta framleitt 1,3 milljarða skammta til viðbótar á næsta ári og væntir þess að geta dreift efninu um allan heim. Bóluefni Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Geyma þarf efnið við 70 til 80 stiga frost. Bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna tilkynnti nú í vikunni að bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni veiti 95 prósent vörn. Pfizer og Moderna eru komin lengst þeirra fyrirtækja sem þróað hafa bóluefni undanfarna mánuði. Bæði efnin eru svokölluð RNA-bóluefni og þróuð á svipaðan máta. Íslandi er tryggt aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem þegar hefur undirritað samning við fjóra framleiðendur, þ. á m. Pfizer/BioNTech.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17
Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12
Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32