Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2020 16:42 Dr. Mancef Slaoui fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19. Drew Angerer/Getty Images Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15