Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Alfons var á sínum stað í hægri bakverðinum hjá Bodo/Glimt og lék allan leikinn en Valdimar var á hægri kantinum hjá Stromsgodset og lék einnig allan leikinn.
Bodo/Glimt komst í 0-2 á fyrstu 12 mínútunum en Alfons lagði upp annað markið.
Forystan hélst þar til á 84.mínútu þegar Valdimar minnkaði muninn eftir undirbúning Mikkel Maigaard, fyrrum leikmanns ÍBV.
Ari Leifsson sat allan tímann á varamannabekk Stromsgodset.
Úrslitin þýða að nú getur ekkert lið náð Bodo/Glimt en liðið hefur haft mikla yfirburði í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Legenda lev lenger! pic.twitter.com/07YdwmWQcr
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 22, 2020