Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 09:01 Alfons Sampsted í leik Bodø/Glimt og AC Milan í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Einn af lykilmönnunum í árangri nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt er Bjorn Mannsverk. Hann er fyrrverandi flugmaður í norska hernum og barðist m.a. í Afganistan. Mannsverk var ráðinn hugarþjálfari Bodø/Glimt fyrir þremur árum og vinnur náið með einstaklingum sem og liðinu í heild sinni. Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt og ber Mannsverk afar vel söguna. „Þetta er frábær maður. Ég kynntist honum bara núna í júlí. Hann tekur að sér nokkra leikmenn í liðinu og spjallar við þá, bæði um eitthvað sem tengist fótbolta og eitthvað sem tengist honum ekki. Hann er sálfræðingur á einn máta en samt ekki,“ sagði Alfons í samtali við Vísi. „Hann einbeitir sér að því hvað við getum gert til að stilla hausinn þannig að þú munir standa þig betur í leikjum. Þetta snýst mikið um það hvernig við getum haldið einbeitingu í 90 mínútur sem er hans sérgrein því hann var herflugmaður. Ef þú missir einbeitinguna þar ertu í vandræðum. Það eru kannski aðeins minni afleiðingar í fótboltaleik. Hann er með ákveðnar æfingar og pælingar hvernig við getum haldið einbeitingu gegnum heilan fótboltaleik.“ Mannsverk hefur engan bakgrunn í fótbolta, veit lítið um hann og hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á honum. En hann er samt í lykilhlutverki hjá Bodø/Glimt sem tryggði sér norska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fyrradag. „Hann veit ekkert um fótbolta,“ sagði Alfons um Mannsverk. „Þegar ég kom sagði ég honum að ég væri hægri bakvörður og hann sagðist halda að það væri hægra megin á vellinum en meira vissi hann ekki. Hann hefur bara áhuga á því að vinna með fólki og reyna að þjálfa huga þess.“ Klippa: Alfons um hugarþjálfara Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Einn af lykilmönnunum í árangri nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt er Bjorn Mannsverk. Hann er fyrrverandi flugmaður í norska hernum og barðist m.a. í Afganistan. Mannsverk var ráðinn hugarþjálfari Bodø/Glimt fyrir þremur árum og vinnur náið með einstaklingum sem og liðinu í heild sinni. Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt og ber Mannsverk afar vel söguna. „Þetta er frábær maður. Ég kynntist honum bara núna í júlí. Hann tekur að sér nokkra leikmenn í liðinu og spjallar við þá, bæði um eitthvað sem tengist fótbolta og eitthvað sem tengist honum ekki. Hann er sálfræðingur á einn máta en samt ekki,“ sagði Alfons í samtali við Vísi. „Hann einbeitir sér að því hvað við getum gert til að stilla hausinn þannig að þú munir standa þig betur í leikjum. Þetta snýst mikið um það hvernig við getum haldið einbeitingu í 90 mínútur sem er hans sérgrein því hann var herflugmaður. Ef þú missir einbeitinguna þar ertu í vandræðum. Það eru kannski aðeins minni afleiðingar í fótboltaleik. Hann er með ákveðnar æfingar og pælingar hvernig við getum haldið einbeitingu gegnum heilan fótboltaleik.“ Mannsverk hefur engan bakgrunn í fótbolta, veit lítið um hann og hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á honum. En hann er samt í lykilhlutverki hjá Bodø/Glimt sem tryggði sér norska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fyrradag. „Hann veit ekkert um fótbolta,“ sagði Alfons um Mannsverk. „Þegar ég kom sagði ég honum að ég væri hægri bakvörður og hann sagðist halda að það væri hægra megin á vellinum en meira vissi hann ekki. Hann hefur bara áhuga á því að vinna með fólki og reyna að þjálfa huga þess.“ Klippa: Alfons um hugarþjálfara Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03