Afleiðingar COVID-19 fyrir heimabúandi einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra Hulda Sveinsdóttir og Friðný B. Sigurðardóttir skrifa 24. nóvember 2020 12:34 Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun