Írar boða umfangsmiklar tilslakanir í næstu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 10:13 Á föstudaginn verður veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram nema boðið sé upp á heimsendingu eða að taka með. Getty/Artur Widak Írsk stjórnvöld hafa ákveðið að draga verulega úr aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá og með þriðjudegi í næstu viku má opna verslanir á nýjan leik, sem og hárgreiðslustofur, söfn og bókasöfn svo fátt eitt sé nefnt. Strangar aðgerðir hafa verið í gildi á Írlandi í næstum sex vikur. Útgöngubann hefur verið í gildi og svo gott sem allt hefur verið lokað fyrir utan skóla og menntastofnanir og þá hafa byggingaframkvæmdir haldið áfram. Frá 1. desember, sem er á þriðjudag, verður almenningi einnig heimilt að sækja kirkju eða aðrar trúarstofnanir og að spila golf og tennis að því er fram kemur í frétt BBC um afléttingu takmarkana. Áfram verða þó í gildi takmarkanir á landamærum en Írum er ekki ráðlagt að ferðast til útlanda að nauðsynjalausu. Þá taka gildi enn frekari tilslakanir á föstudaginn þegar veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, verður heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram. Það hefur verið rólegt yfir á götum Belfast undanfarnar vikur. Búist er við að reglur um ferðalög til Norður-Írlands verði endurskoðaðar þegar nær dregur jólum.Getty/Peter Morrison Írski landlæknirinn, Tony Holohan hefur varað ríkisstjórnina við því að þriðja bylgja faraldursins gæti orðið jafnvel enn banvænni en síðasta bylgjan. Jafnvel miðað við bjartsýnustu sviðsmyndir geti útbreiðsla veirunnar í janúar verið nógu mikil til að „hafa í för með sér raunverulega og umfangsmikla ógn gagnvart yfirstandandi baráttu um að standa vörð um almannaheilbrigði og viðkvæma hópa, heilbrigðis- og velferðarþjónustu og um menntakerfið,“ segir í bréfi Holohan til ríkisstjórnarinnar sem The Irish Times greinir frá. Þá varar Holohan og viðbragðsteymi írskra heilbrigðisyfirvalda sérstaklega við ferðalögum um landamæri. Samkvæmt áætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir enn frekari tilslökunum frá 18. desember til 6. janúar en á því tímabili verður fólki heimilt að heimsækja fjölskyldu og vini. Í mesta lagi mega þó koma saman fjölskyldur og vinir af þremur heimilum í einu. Þá er gert ráð fyrir að stjórnvöld muni endurskoða reglur um ferðalög til Norður-Írlands þegar nær dregur 18. desember. Írland Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fleiri fréttir Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Sjá meira
Strangar aðgerðir hafa verið í gildi á Írlandi í næstum sex vikur. Útgöngubann hefur verið í gildi og svo gott sem allt hefur verið lokað fyrir utan skóla og menntastofnanir og þá hafa byggingaframkvæmdir haldið áfram. Frá 1. desember, sem er á þriðjudag, verður almenningi einnig heimilt að sækja kirkju eða aðrar trúarstofnanir og að spila golf og tennis að því er fram kemur í frétt BBC um afléttingu takmarkana. Áfram verða þó í gildi takmarkanir á landamærum en Írum er ekki ráðlagt að ferðast til útlanda að nauðsynjalausu. Þá taka gildi enn frekari tilslakanir á föstudaginn þegar veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, verður heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram. Það hefur verið rólegt yfir á götum Belfast undanfarnar vikur. Búist er við að reglur um ferðalög til Norður-Írlands verði endurskoðaðar þegar nær dregur jólum.Getty/Peter Morrison Írski landlæknirinn, Tony Holohan hefur varað ríkisstjórnina við því að þriðja bylgja faraldursins gæti orðið jafnvel enn banvænni en síðasta bylgjan. Jafnvel miðað við bjartsýnustu sviðsmyndir geti útbreiðsla veirunnar í janúar verið nógu mikil til að „hafa í för með sér raunverulega og umfangsmikla ógn gagnvart yfirstandandi baráttu um að standa vörð um almannaheilbrigði og viðkvæma hópa, heilbrigðis- og velferðarþjónustu og um menntakerfið,“ segir í bréfi Holohan til ríkisstjórnarinnar sem The Irish Times greinir frá. Þá varar Holohan og viðbragðsteymi írskra heilbrigðisyfirvalda sérstaklega við ferðalögum um landamæri. Samkvæmt áætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir enn frekari tilslökunum frá 18. desember til 6. janúar en á því tímabili verður fólki heimilt að heimsækja fjölskyldu og vini. Í mesta lagi mega þó koma saman fjölskyldur og vinir af þremur heimilum í einu. Þá er gert ráð fyrir að stjórnvöld muni endurskoða reglur um ferðalög til Norður-Írlands þegar nær dregur 18. desember.
Írland Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fleiri fréttir Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Sjá meira