Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2020 11:43 Frá jarðaför kjarnorkuvísindamannsins Mohsen Fakhrizadeh. Morð hans hefur valdið mikilli reiði í Íran. EPA/Varnarmálaráðuneyti Írans Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. Hassan Rouhani, forseti Íran, er andsnúinn þessum aðgerðum þingsins og segir að þær muni koma niður á pólitískri viðleitni við að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða og draga úr viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu þurfa Bandaríkin að aflétta viðskiptaþvingunum gegn olíuiðnaði og bönkum Íran í byrjun febrúar. Annars verði eftirlitsaðilum vikið Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar vikið úr landi og auðgun úrans verður aukin í 20 prósent. Það dugar ekki í kjarnorkusprengjur en með þeim breytingum gætu Íranar vopnvætt allt sitt úran á mun minni tíma en áður, yrði sú ákvörðun tekin, samkvæmt frétt New York Times. Ákvörðunin í höndum Khamenei Hendur Rouhani eru þó að mestu leiti bundnar. Neiti hann að skrifa undir frumvarpið getur forseti þingsins þess í stað sent það til Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Hann myndi þá taka ákvörðun um hvort frumvarpið yrði að lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hassan Rouhani, forseti Írans. Hann segist mótfallinn frumvarpi þingsins en hefur í raun lítið um málið að segja.AP/Forsetaembætti Írans Jafnvel þó Rouhani myndi skipta um skoðun og skrifa undir frumvarpið, myndi það enda á borði Khamenei og hann myndi taka ákvörðun um það. Þetta kemur í kjölfar þess að Mohsen Fakhrizadeh, helsti kjarnorkuvísindamaður Íran, var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg landsins. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísraelsmenn um árásina. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Sjá einnig: Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Joe Biden, sem tekur við embætti forseta þann 20. janúar, hefur sagt að hann sé tilbúinn að virkja samkomulagið á nýjan leik og það mjög fljótt eftir að hann sest að í Hvíta húsinu. Fyrst þurfi Íranar þó að fyrst að fylgja skilyrðum samkomulagsins á nýjan leik. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur þó óbeint hvatt Biden til að gera það ekki. Morð Fakhrizadeh mun líklegast, hvort sem það var framið af Ísraelsmönnum eða ekki, hafa mikil áhrif á það til hvaða aðgerða Biden getur í raun gripið varðandi Íran. Íranar hafa ávalt haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsömum tilgangi. Fakhrizadeh mun þó hafa stjórnað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins fram til ársins 2003 en þá er sú áætlun talin hafa verið stöðvuð. Leyniþjónusta Ísrael og ráðamenn þar hafa þó haldið því fram að Íranar hafi haldið þróuninni áfram í leyni. Íran Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. 23. nóvember 2020 09:50 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, er andsnúinn þessum aðgerðum þingsins og segir að þær muni koma niður á pólitískri viðleitni við að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða og draga úr viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu þurfa Bandaríkin að aflétta viðskiptaþvingunum gegn olíuiðnaði og bönkum Íran í byrjun febrúar. Annars verði eftirlitsaðilum vikið Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar vikið úr landi og auðgun úrans verður aukin í 20 prósent. Það dugar ekki í kjarnorkusprengjur en með þeim breytingum gætu Íranar vopnvætt allt sitt úran á mun minni tíma en áður, yrði sú ákvörðun tekin, samkvæmt frétt New York Times. Ákvörðunin í höndum Khamenei Hendur Rouhani eru þó að mestu leiti bundnar. Neiti hann að skrifa undir frumvarpið getur forseti þingsins þess í stað sent það til Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Hann myndi þá taka ákvörðun um hvort frumvarpið yrði að lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hassan Rouhani, forseti Írans. Hann segist mótfallinn frumvarpi þingsins en hefur í raun lítið um málið að segja.AP/Forsetaembætti Írans Jafnvel þó Rouhani myndi skipta um skoðun og skrifa undir frumvarpið, myndi það enda á borði Khamenei og hann myndi taka ákvörðun um það. Þetta kemur í kjölfar þess að Mohsen Fakhrizadeh, helsti kjarnorkuvísindamaður Íran, var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg landsins. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísraelsmenn um árásina. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Sjá einnig: Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Joe Biden, sem tekur við embætti forseta þann 20. janúar, hefur sagt að hann sé tilbúinn að virkja samkomulagið á nýjan leik og það mjög fljótt eftir að hann sest að í Hvíta húsinu. Fyrst þurfi Íranar þó að fyrst að fylgja skilyrðum samkomulagsins á nýjan leik. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur þó óbeint hvatt Biden til að gera það ekki. Morð Fakhrizadeh mun líklegast, hvort sem það var framið af Ísraelsmönnum eða ekki, hafa mikil áhrif á það til hvaða aðgerða Biden getur í raun gripið varðandi Íran. Íranar hafa ávalt haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsömum tilgangi. Fakhrizadeh mun þó hafa stjórnað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins fram til ársins 2003 en þá er sú áætlun talin hafa verið stöðvuð. Leyniþjónusta Ísrael og ráðamenn þar hafa þó haldið því fram að Íranar hafi haldið þróuninni áfram í leyni.
Íran Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. 23. nóvember 2020 09:50 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05
Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49
Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01
Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. 23. nóvember 2020 09:50