Reglurnar „mjög einkennilegar“ í ljósi fermetranna 22.500 Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. desember 2020 22:06 Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á lagernum í dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef ekki verði slakað á fjöldatakmörkunum á fimmtudag, þannig að unnt verði að opna verslunina á ný, sé jólasalan ónýt. Hann segir núverandi reglur, sem gera aðeins ráð fyrir tíu viðskiptavinum í gríðarstórri versluninni í einu, einkennilegar. Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið lokuð síðan 31. október. Stefán Rúnar Dagsson framkvæmdastjóri IKEA segir að þó að sala fyrirtækisins á netinu hafi verið góð síðustu vikur sé það ekkert í líkingu við það sem gerist dagsdaglega í versluninni sjálfri í venjulegu árferði. „Jólasalan hefur verið ágæt en gæti verið mun betri. Við erum að ná sirka 70 prósent af því sem við töldum okkur geta náð. Álagið er mikið, bæði á starfsfólk og alla verkferla innanhúss,“ segir Stefán. Verslunin er nú undirlögð af pöntunum sem viðskiptavinir sækja.Vísir/Sigurjón Draumurinn að fá 50 manns í hvert hólf Verslunarrekendur hafa margir gagnrýnt stefnu sóttvarnaayfirvalda um að gera ekki betur ráð fyrir stærð verslunarrýma við ákvörðun fjöldatakmarkana inni í þeim. Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að það væri ósanngjarnt að geta bara tekið á móti tíu manns í 3000 fermetra húsnæði. Stefán er á sama máli. „Draumurinn væri að fá 50 manns í hvert hólf. Þá gætum við opnað og getum auðveldlega ráðið við það. Við erum með 22.500 fermetra húsnæði og 10 manns inni í þannig húsnæði dugar engan veginn, þannig að við töldum betra að fara inn í netverslunina,“ segir Stefán. Unnið er á þrískiptum vöktum, allan sólarhringinn, í IKEA þessa dagana.Vísir/Sigurjón Þannig að ykkur finnst að þið ættuð að mega hafa opið miðað við að verslunin er þetta stór? „Já, þessar reglur eru náttúrulega mjög einkennilegar hvað það varðar. Að stærð verslunarinnar sé ekki tekin með inni í myndina. Að það megi vera jafnmargir hér inni og í 10, 15 fermetra fyrirtæki. Okkur finnst það ekki eðlilegt.“ Fyrirvarinn stuttur Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á fimmtudag. Ekki er ljóst hvort slakað verði á samkomutakmörkunum en Stefán segir að ef svo verði ekki sé jólasalan í IKEA ónýt. „Þá sitjum við uppi með mjög mikið af jólavöru og við eigum mjög mikið af jólavöru eftir, þar sem þetta eru kaup sem þú gerir á staðnum og vilt skoða hvað þú ætlar að skreyta tréð með eða hvaða gjafapappír þú vilt. En þá er þetta bara búið, með jólin.“ Þá bendir Stefán á að oftast hafi breyttar aðgerðir verið kynntar með mjög skömmum fyrirvara. Hann bendir á vöruhauginn fyrir aftan sig, sem starfsfólk er í óða önn við að afgreiða út í bíla sem bíða í langri röð fyrir utan. „Og þú getur ímyndað þér að fara úr þessu yfir í að opna búðina, kannski með 24 tímum, það er mikið sem þarf að gera til að koma versluninni í samt lag.“ Það er alla jafna mikið að gera í IKEA í desember.Vísir/Sigurjón Unnið allan sólarhringinn IKEA hefur ekki sagt neinum upp vegna kórónuveirunnar síðan faraldurinn hófst en Stefán segir að þegar hafði orðið mikið tjón hjá fyrirtækinu vegna samkomutakmarkana. Starfsfólk hafi þó staðið sig frábærlega og lyft grettistaki í sóttvörnum og endurskipulagningu á verkferlum. „Við erum með þrjár vaktir. Við erum með fólk hér í húsi allan sólarhringinn við að tína saman pantanir og ganga frá og annað.“ Allt verði þó lagt í sölurnar til að opna verslunina aftur á fimmtudag ef heimild fæst til þess í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. „Við munum gera allt sem við getum til þess. Og jú, við munum gera það. Þá þarf bara að vinna lengur frameftir til að láta það gerast,“ segir Stefán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi IKEA Verslun Tengdar fréttir IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. 7. desember 2020 13:19 IKEA lokar vegna hertra aðgerða Munu einbeita sér að netverslun. Framkvæmdastjórinn vonast til að geta opnað aftur eftir tvær vikur. 30. október 2020 17:30 IKEA-geitin komin á sinn stað og ljósin brátt tendruð IKEA-geitinni var komið á sinn stað fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær. Til stendur að tendra á ljósunum síðdegis í dag eða þá á morgun. 14. október 2020 13:02 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið lokuð síðan 31. október. Stefán Rúnar Dagsson framkvæmdastjóri IKEA segir að þó að sala fyrirtækisins á netinu hafi verið góð síðustu vikur sé það ekkert í líkingu við það sem gerist dagsdaglega í versluninni sjálfri í venjulegu árferði. „Jólasalan hefur verið ágæt en gæti verið mun betri. Við erum að ná sirka 70 prósent af því sem við töldum okkur geta náð. Álagið er mikið, bæði á starfsfólk og alla verkferla innanhúss,“ segir Stefán. Verslunin er nú undirlögð af pöntunum sem viðskiptavinir sækja.Vísir/Sigurjón Draumurinn að fá 50 manns í hvert hólf Verslunarrekendur hafa margir gagnrýnt stefnu sóttvarnaayfirvalda um að gera ekki betur ráð fyrir stærð verslunarrýma við ákvörðun fjöldatakmarkana inni í þeim. Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að það væri ósanngjarnt að geta bara tekið á móti tíu manns í 3000 fermetra húsnæði. Stefán er á sama máli. „Draumurinn væri að fá 50 manns í hvert hólf. Þá gætum við opnað og getum auðveldlega ráðið við það. Við erum með 22.500 fermetra húsnæði og 10 manns inni í þannig húsnæði dugar engan veginn, þannig að við töldum betra að fara inn í netverslunina,“ segir Stefán. Unnið er á þrískiptum vöktum, allan sólarhringinn, í IKEA þessa dagana.Vísir/Sigurjón Þannig að ykkur finnst að þið ættuð að mega hafa opið miðað við að verslunin er þetta stór? „Já, þessar reglur eru náttúrulega mjög einkennilegar hvað það varðar. Að stærð verslunarinnar sé ekki tekin með inni í myndina. Að það megi vera jafnmargir hér inni og í 10, 15 fermetra fyrirtæki. Okkur finnst það ekki eðlilegt.“ Fyrirvarinn stuttur Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á fimmtudag. Ekki er ljóst hvort slakað verði á samkomutakmörkunum en Stefán segir að ef svo verði ekki sé jólasalan í IKEA ónýt. „Þá sitjum við uppi með mjög mikið af jólavöru og við eigum mjög mikið af jólavöru eftir, þar sem þetta eru kaup sem þú gerir á staðnum og vilt skoða hvað þú ætlar að skreyta tréð með eða hvaða gjafapappír þú vilt. En þá er þetta bara búið, með jólin.“ Þá bendir Stefán á að oftast hafi breyttar aðgerðir verið kynntar með mjög skömmum fyrirvara. Hann bendir á vöruhauginn fyrir aftan sig, sem starfsfólk er í óða önn við að afgreiða út í bíla sem bíða í langri röð fyrir utan. „Og þú getur ímyndað þér að fara úr þessu yfir í að opna búðina, kannski með 24 tímum, það er mikið sem þarf að gera til að koma versluninni í samt lag.“ Það er alla jafna mikið að gera í IKEA í desember.Vísir/Sigurjón Unnið allan sólarhringinn IKEA hefur ekki sagt neinum upp vegna kórónuveirunnar síðan faraldurinn hófst en Stefán segir að þegar hafði orðið mikið tjón hjá fyrirtækinu vegna samkomutakmarkana. Starfsfólk hafi þó staðið sig frábærlega og lyft grettistaki í sóttvörnum og endurskipulagningu á verkferlum. „Við erum með þrjár vaktir. Við erum með fólk hér í húsi allan sólarhringinn við að tína saman pantanir og ganga frá og annað.“ Allt verði þó lagt í sölurnar til að opna verslunina aftur á fimmtudag ef heimild fæst til þess í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. „Við munum gera allt sem við getum til þess. Og jú, við munum gera það. Þá þarf bara að vinna lengur frameftir til að láta það gerast,“ segir Stefán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi IKEA Verslun Tengdar fréttir IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. 7. desember 2020 13:19 IKEA lokar vegna hertra aðgerða Munu einbeita sér að netverslun. Framkvæmdastjórinn vonast til að geta opnað aftur eftir tvær vikur. 30. október 2020 17:30 IKEA-geitin komin á sinn stað og ljósin brátt tendruð IKEA-geitinni var komið á sinn stað fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær. Til stendur að tendra á ljósunum síðdegis í dag eða þá á morgun. 14. október 2020 13:02 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. 7. desember 2020 13:19
IKEA lokar vegna hertra aðgerða Munu einbeita sér að netverslun. Framkvæmdastjórinn vonast til að geta opnað aftur eftir tvær vikur. 30. október 2020 17:30
IKEA-geitin komin á sinn stað og ljósin brátt tendruð IKEA-geitinni var komið á sinn stað fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær. Til stendur að tendra á ljósunum síðdegis í dag eða þá á morgun. 14. október 2020 13:02