Kapp kaupir bandarískt félag Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 13:33 Hluti starfsmanna Kapp og Kami Tech á Pier 90 í Seattle þar sem skrifstofa Kami Tech er staðsett. Kapp Kapp ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með Kapp. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum sé Kapp að að taka stórt skref í því að færa íslenskt hugvit og tækniþekkingu á fiskiðnaði á markað í Bandaríkjunum. Sækja fram á vesturströndinni Um sé að ræða stefnumarkandi kaup til frekari vaxtar Kapp á erlendum mörkuðum. Kami Tech sé staðsett á Pier 90 í Seattle þar sem stór fiskiskip fjölda útgerða leggjast að bryggju til að sækja sér viðhaldsþjónustu. Kaupin séu liður í aukinni sókn Kapp á vesturströnd Bandaríkjanna. Lausnir Kapps fyrir sjávarútvegsfyrirtæki inn á þennan markað séu krapavélar og kælivélar um borð í fiskiskip og í fiskvinnslur sem og RAF sprautusöltunarvélar, kælitankar, frystar og uppþýðingarbúnaður. „Aðferðir í sjávarútvegi Bandaríkjana er ekki jafn framsækinn og íslenski markaðurinn, segja má að hann sé um er 15-20 árum á eftir því sem gerist á Íslandi í dag þegar kemur að gæðamálum með hráefni og kælingu á því.“ Svar við aukinni eftirspurn Kapp sé því með þessu stefnumarkandi skrefi að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum í Ameríku uppá nýjustu tækni í kælingu á hráefni, nálgun sem notast sé við á þróuðustu mörkuðum í Evrópu. Kapp hafi undanfarin ár selt OptimICE® krapavélar sem framleiddar eru Íslandi til félaga í sjávarútvegi á vesturströnd Bandaríkjanna, Kanada og í Alaska. Kaup Kapps á KAMI Tech sé svar við aukinni eftirspurn markaðsins í Bandaríkjunum eftir stöðluðum kæli- og frystilausnum. Kapp er fjárhagslega sterkt og tilbúið í þessa vegferð en nýlega hafi Kapp einnig keypt allar eignir þrotabúsins Skagans 3X, sem auki vöruframboð samstæðunnar inn á markaðinn í N-Ameríku. Bjóða saman upp á víðtækari lausnir „Með því að sameina krafta KAPP ehf með Kami Tech erum við að auka getu okkar til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku með nýstárlegum, end-to-end lausnum. Bæði fyrirtækin hafa með góðum árangri, byggt upp sterk viðskiptatengsl og afhent háþróaða tækni. Saman erum við að bjóða víðtækari lausnir fyrir markaðinn, byggt á sameiginlegum gildum okkar um að bjóða framúrskarandi þjónustu og vera ávallt í fararbroddi fyrir viðskipavini okkar,“ er haft eftir Frey Friðrikssyni, forstjóra Kapps. „Samruninn við Kapp er spennandi tækifæri til að bjóða viðskiptavinum í Norður-Ameríku upp á aukið úrval lausna sem sannarlega skera sig úr. Sameinuð sérfræðiþekking okkar og skuldbinding viðskiptavina mun knýja áfram vöxt og gera okkur kleift að takast á við fjölbreyttari þarfir. Fólk er kjarninn í fyrirtæki okkar, og með samræmdri menningu okkar, erum við vel í stakk búin til að móta farsæla framtíð saman,“ er haft eftir Tom Key, framkvæmdastjóra hjá Kami Tech Inc.. Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Nýsköpun Tækni Bandaríkin Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum sé Kapp að að taka stórt skref í því að færa íslenskt hugvit og tækniþekkingu á fiskiðnaði á markað í Bandaríkjunum. Sækja fram á vesturströndinni Um sé að ræða stefnumarkandi kaup til frekari vaxtar Kapp á erlendum mörkuðum. Kami Tech sé staðsett á Pier 90 í Seattle þar sem stór fiskiskip fjölda útgerða leggjast að bryggju til að sækja sér viðhaldsþjónustu. Kaupin séu liður í aukinni sókn Kapp á vesturströnd Bandaríkjanna. Lausnir Kapps fyrir sjávarútvegsfyrirtæki inn á þennan markað séu krapavélar og kælivélar um borð í fiskiskip og í fiskvinnslur sem og RAF sprautusöltunarvélar, kælitankar, frystar og uppþýðingarbúnaður. „Aðferðir í sjávarútvegi Bandaríkjana er ekki jafn framsækinn og íslenski markaðurinn, segja má að hann sé um er 15-20 árum á eftir því sem gerist á Íslandi í dag þegar kemur að gæðamálum með hráefni og kælingu á því.“ Svar við aukinni eftirspurn Kapp sé því með þessu stefnumarkandi skrefi að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum í Ameríku uppá nýjustu tækni í kælingu á hráefni, nálgun sem notast sé við á þróuðustu mörkuðum í Evrópu. Kapp hafi undanfarin ár selt OptimICE® krapavélar sem framleiddar eru Íslandi til félaga í sjávarútvegi á vesturströnd Bandaríkjanna, Kanada og í Alaska. Kaup Kapps á KAMI Tech sé svar við aukinni eftirspurn markaðsins í Bandaríkjunum eftir stöðluðum kæli- og frystilausnum. Kapp er fjárhagslega sterkt og tilbúið í þessa vegferð en nýlega hafi Kapp einnig keypt allar eignir þrotabúsins Skagans 3X, sem auki vöruframboð samstæðunnar inn á markaðinn í N-Ameríku. Bjóða saman upp á víðtækari lausnir „Með því að sameina krafta KAPP ehf með Kami Tech erum við að auka getu okkar til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku með nýstárlegum, end-to-end lausnum. Bæði fyrirtækin hafa með góðum árangri, byggt upp sterk viðskiptatengsl og afhent háþróaða tækni. Saman erum við að bjóða víðtækari lausnir fyrir markaðinn, byggt á sameiginlegum gildum okkar um að bjóða framúrskarandi þjónustu og vera ávallt í fararbroddi fyrir viðskipavini okkar,“ er haft eftir Frey Friðrikssyni, forstjóra Kapps. „Samruninn við Kapp er spennandi tækifæri til að bjóða viðskiptavinum í Norður-Ameríku upp á aukið úrval lausna sem sannarlega skera sig úr. Sameinuð sérfræðiþekking okkar og skuldbinding viðskiptavina mun knýja áfram vöxt og gera okkur kleift að takast á við fjölbreyttari þarfir. Fólk er kjarninn í fyrirtæki okkar, og með samræmdri menningu okkar, erum við vel í stakk búin til að móta farsæla framtíð saman,“ er haft eftir Tom Key, framkvæmdastjóra hjá Kami Tech Inc..
Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Nýsköpun Tækni Bandaríkin Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira