Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 12:57 Mynd frá geimskoti SpaceX í gær. Þarna var hefðbundinni Falcon 9 eldflaug skotið út í geim. Vísir/SpaceX Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. Þetta er áttunda frumgerð Starship og ber einkennið SN8. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur sagt að hann telji um þriðjungslíkur á því að þeim takist að lenda geimskipinu aftur. Það fæli þó ekki í sér að tilraunin væri misheppnuð þar sem að um frumgerð er að ræða og að markmiðið sé að læra af geimskotinu. Markmið tilraunaskotsins er að kanna getu eldflauganna sem eiga að bera Starship út í heim, vængbörð geimskipsins og margt annað, samkvæmt tilkynningu frá SpaceX. Þetta yrði í fyrsta sinn sem einhverjum tækist að lenda eldflaug af þessari stærð aftur. SpaceX hefur byggt upp mikla reynslu í því að skjóta eldflaugum út í geim og lenda þeim á nýjan leik og þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma gervihnöttum, birgðum og jafnvel mönnum út í geim með mun minni kostnaði en gengur og gerist. Out on the pad in South Texas pic.twitter.com/RcYOXXpTc2— Elon Musk (@elonmusk) December 7, 2020 Ekki er fullljóst hvort að geimskipinu verði skotið á loft í dag. Á vef SpaceX segir að áætlun fyrirtækisins verði líklega fyrir breytingum. Spaceflight Now segir að áætlanir Space segi til um að hægt væri að fresta skotinu og gera frekari tilraunir á morgun og fimmtudag. Þar sem óvíst er hvenær af skotinu verður eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með SpaceX á samfélagsmiðlum, eins og Twitter. Samkvæmt þeirri áætlun sem gildir þegar þetta er skrifað stendur til að hefja útsendingu frá tilraunaskotinu klukkan tvö. Uppfært: Búið er að fresta tilraunaskotinu til í fyrsta lagi klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan. Í byrjun sumars tilkynnti Musk að þróun Starship væri í forgangi hjá fyrirtækinu. Það var skömmu eftir að fyrirtækið náði þeim áfanga að byrja að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Starfsmenn SpaceX hafa gert margar tilraunir með aðrar frumgerðir Starship á árinu. Í einni slíkri var frumgerð skotið 150 metra á loft og lent aftur. Ein þeirra sprakk þó í loft upp í maí. Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Þetta er áttunda frumgerð Starship og ber einkennið SN8. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur sagt að hann telji um þriðjungslíkur á því að þeim takist að lenda geimskipinu aftur. Það fæli þó ekki í sér að tilraunin væri misheppnuð þar sem að um frumgerð er að ræða og að markmiðið sé að læra af geimskotinu. Markmið tilraunaskotsins er að kanna getu eldflauganna sem eiga að bera Starship út í heim, vængbörð geimskipsins og margt annað, samkvæmt tilkynningu frá SpaceX. Þetta yrði í fyrsta sinn sem einhverjum tækist að lenda eldflaug af þessari stærð aftur. SpaceX hefur byggt upp mikla reynslu í því að skjóta eldflaugum út í geim og lenda þeim á nýjan leik og þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma gervihnöttum, birgðum og jafnvel mönnum út í geim með mun minni kostnaði en gengur og gerist. Out on the pad in South Texas pic.twitter.com/RcYOXXpTc2— Elon Musk (@elonmusk) December 7, 2020 Ekki er fullljóst hvort að geimskipinu verði skotið á loft í dag. Á vef SpaceX segir að áætlun fyrirtækisins verði líklega fyrir breytingum. Spaceflight Now segir að áætlanir Space segi til um að hægt væri að fresta skotinu og gera frekari tilraunir á morgun og fimmtudag. Þar sem óvíst er hvenær af skotinu verður eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með SpaceX á samfélagsmiðlum, eins og Twitter. Samkvæmt þeirri áætlun sem gildir þegar þetta er skrifað stendur til að hefja útsendingu frá tilraunaskotinu klukkan tvö. Uppfært: Búið er að fresta tilraunaskotinu til í fyrsta lagi klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan. Í byrjun sumars tilkynnti Musk að þróun Starship væri í forgangi hjá fyrirtækinu. Það var skömmu eftir að fyrirtækið náði þeim áfanga að byrja að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Starfsmenn SpaceX hafa gert margar tilraunir með aðrar frumgerðir Starship á árinu. Í einni slíkri var frumgerð skotið 150 metra á loft og lent aftur. Ein þeirra sprakk þó í loft upp í maí.
Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01
SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00
Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29
Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00