Forsætisráðherra og fyrrverandi ráðherrar ákærðir vegna sprengingarinnar í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 13:32 Deilt er um það hvort að rífa eigi rústir geymsluturnanna sem standa enn á hafnarsvæðinu í Beirút. Ein fylking segir rústirnar að hruni og komnar og því hættulegar. Einhverjir vilja varðveita þá. Gígurinn sem sést hér fyrir framan turnana myndaðist í sprengingunni. AP/Hussein Malla Dómari sem hefur rannsakað gífurlega stóra og mannskæða sprengingu sem varð í höfn Beirút í Líbanon í ágúst hefur ákært Hassan Diab, fráfarandi forsætisráðherra landsins, og þrjá fyrrverandi ráðherra. Þeir eru allir ákærðir fyrir vanrækslu og að hafa þannig valdið sprengingunni. Þetta hefur AFP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon. Hundruð dóu og þúsundir slösuðust þegar 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni, sprungu í vöruskemmu á hafnarsvæði Beirút þann 4. ágúst. Embættismenn höfðu ítrekað verið varaðir við hættunni. Diab og Michel Aoun, forseti, höfðu fengið bréf um málið rúmum tveimur vikum fyrir sprenginguna. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni um árabil. Þeim var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Þar voru einnig geymdir flugeldar. Opinber gögn hafa sýnt að hafnarstarfsmenn og aðrir reyndu ítrekað að losna við efnin í gegnum árin. Sjá einnig: Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Diab sagði af sér í sumar en hefur ekki enn látið af embætti. Þegar hann sagði af sér sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að spillingin í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Saad Hariri var skipaður í embætti forsætisráðherra í þriðja sinn. Líbanon gengur nú í gegnum margskonar krísur og vandræði sem má að miklu leyti rekja til spillingar og vanstjórnar. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og það sama má segja um stjórnkerfi landsins. Við það bætist svo veruleg andstaða íbúa Líbanon við ráðandi fylkingar þar í landi, sem hafa stjórnað um áraskeið. Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Þetta hefur AFP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon. Hundruð dóu og þúsundir slösuðust þegar 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni, sprungu í vöruskemmu á hafnarsvæði Beirút þann 4. ágúst. Embættismenn höfðu ítrekað verið varaðir við hættunni. Diab og Michel Aoun, forseti, höfðu fengið bréf um málið rúmum tveimur vikum fyrir sprenginguna. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni um árabil. Þeim var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Þar voru einnig geymdir flugeldar. Opinber gögn hafa sýnt að hafnarstarfsmenn og aðrir reyndu ítrekað að losna við efnin í gegnum árin. Sjá einnig: Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Diab sagði af sér í sumar en hefur ekki enn látið af embætti. Þegar hann sagði af sér sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að spillingin í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Saad Hariri var skipaður í embætti forsætisráðherra í þriðja sinn. Líbanon gengur nú í gegnum margskonar krísur og vandræði sem má að miklu leyti rekja til spillingar og vanstjórnar. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og það sama má segja um stjórnkerfi landsins. Við það bætist svo veruleg andstaða íbúa Líbanon við ráðandi fylkingar þar í landi, sem hafa stjórnað um áraskeið.
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira