Aldís Kara er skautakona ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 15:01 Aldís Kara er skautakona ársins. Skautasamband Íslands Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2020. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síðast árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍSS sendi frá sér. „Stjórn ÍSS telur Aldísi Köru verðugan fulltrúa Skautasambandsins þar sem hún hefur sýnt mikinn dugnað og metnað við iðkun sinnar íþróttar. Hún hefur skarað fram úr meðal jafningja og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í mars. Var hún þá fyrst Íslendinga til þess að vinna sér inn keppnisrétt og keppa á heimsmeistaramóti í einstaklings skautum,“ segir í tilkynningunni. „Árið 2020 byrjaði hjá Aldísi Köru með keppni á RIG 2020 sem fram fór í Laugardalnum. Þar fékk hún 113.54 stig og náði einnig lágmörkum á heimsmeistarmót unglinga í stuttu prógrami, þá í annað sinn á keppnistímabilinu. Næsta mót hjá henni var Norðurlandamótið sem fram fór í Stavanger í Noregi. Þar fékk Aldís Kara 115.39 stig en það eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. Á mótinu náði Aldís Kara lágmarks stigum fyrir heimsmeistaramót unglinga í frjálsu prógrammi og varð þar af leiðandi fyrsti skautari Íslands sem nær þeim árangri. Í byrjun mars 2020 keppti hún svo á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í Eistlandi. Þar stóð hún sig með prýði og endaði í 35. sæti af 48 keppendum. Þetta var frábær byrjun hjá Aldísi Köru á heimsmeistaramóti og gríðarlega stórt skref í íslenskri skautasögu,“ segir þar einnig. „Aldís Kara er kappsfullur íþróttamaður sem leggur sig fram í íþrótt sinni. Hún er yngri iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Hún er því vel að þessum titli komin,“ segir að lokum. Skautaíþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síðast árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍSS sendi frá sér. „Stjórn ÍSS telur Aldísi Köru verðugan fulltrúa Skautasambandsins þar sem hún hefur sýnt mikinn dugnað og metnað við iðkun sinnar íþróttar. Hún hefur skarað fram úr meðal jafningja og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í mars. Var hún þá fyrst Íslendinga til þess að vinna sér inn keppnisrétt og keppa á heimsmeistaramóti í einstaklings skautum,“ segir í tilkynningunni. „Árið 2020 byrjaði hjá Aldísi Köru með keppni á RIG 2020 sem fram fór í Laugardalnum. Þar fékk hún 113.54 stig og náði einnig lágmörkum á heimsmeistarmót unglinga í stuttu prógrami, þá í annað sinn á keppnistímabilinu. Næsta mót hjá henni var Norðurlandamótið sem fram fór í Stavanger í Noregi. Þar fékk Aldís Kara 115.39 stig en það eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. Á mótinu náði Aldís Kara lágmarks stigum fyrir heimsmeistaramót unglinga í frjálsu prógrammi og varð þar af leiðandi fyrsti skautari Íslands sem nær þeim árangri. Í byrjun mars 2020 keppti hún svo á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í Eistlandi. Þar stóð hún sig með prýði og endaði í 35. sæti af 48 keppendum. Þetta var frábær byrjun hjá Aldísi Köru á heimsmeistaramóti og gríðarlega stórt skref í íslenskri skautasögu,“ segir þar einnig. „Aldís Kara er kappsfullur íþróttamaður sem leggur sig fram í íþrótt sinni. Hún er yngri iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Hún er því vel að þessum titli komin,“ segir að lokum.
Skautaíþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira