Sú besta í CrossFit heiminum hefur sett stefnuna á Vetrarólympíuleikana 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 12:00 Tia-Clair Toomey með eiginmanni sínum og þjálfara xxx sem og heimsmeistaranum í karlaflokki, Mathew Fraser. Instagram/@tiaclair1 Tia-Clair Toomey hefur unnið síðustu fjóra heimsmeistaratitla í CrossFit en það er önnur íþrótt sem mun eiga hug hennar á næstu mánuðum. Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira