Réttarhöldin í Namibíu hefjast í apríl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2020 13:15 Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor. Rannsókn yfirvalda í Namibíu á Fishcor-málinu svokallaða er lokið að því er fram kemur í þarlendum fjölmiðlum. Réttarhöld yfir sjömenningunum sem hafa verið í haldi vegna málsins fara fram 22. apríl. Namibískar fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag eftir að mál sjömenninganna var tekið fyrir í dómsal í höfuðborg Namibíu í morgun. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Auk þeirra sitja Pius Mwatelulo og Mike Nghipunya einnig á sakamannabekk. Update: The Fishcor corruption case has been transferred to the High Court, where the six men currently charged and additional accused have to make a first pretrial appearance on 22 April.Video: Werner Menges pic.twitter.com/V8Dk7dx8sj— The Namibian (@TheNamibian) December 14, 2020 Í frétt Informante segir að sjömenningarnir hafi búist við því að málið gegn þeim yrði dregið til baka sökum þess hversu lengi það hafi verið til rannsóknar hjá yfirvöldum. Niðurstaðan var hins vegar sú að réttarhöld yfir mönnunum hefjast 22. apríl næstkomandi, í yfirrétti Namibíu. Þá greinir NBC í Namibíu frá því að ákveðið hafi verið að ákæra lögfræðinginn Maren de Klerk í tengslum við málið, auk tveggja annarra. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10. júlí 2020 11:41 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Þeir handteknu í Samherjamálinu töpuðu fyrir dómi Sexmenningarnir sem eru grunaðir um spillingu í tengslum við mál Samherja í Namibíu kröfðust þess að handtökur þeirra yrðu felldar úr gildi. Dómari vísaði kröfum þeirra frá dómi. 27. desember 2019 10:21 Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Namibískar fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag eftir að mál sjömenninganna var tekið fyrir í dómsal í höfuðborg Namibíu í morgun. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Auk þeirra sitja Pius Mwatelulo og Mike Nghipunya einnig á sakamannabekk. Update: The Fishcor corruption case has been transferred to the High Court, where the six men currently charged and additional accused have to make a first pretrial appearance on 22 April.Video: Werner Menges pic.twitter.com/V8Dk7dx8sj— The Namibian (@TheNamibian) December 14, 2020 Í frétt Informante segir að sjömenningarnir hafi búist við því að málið gegn þeim yrði dregið til baka sökum þess hversu lengi það hafi verið til rannsóknar hjá yfirvöldum. Niðurstaðan var hins vegar sú að réttarhöld yfir mönnunum hefjast 22. apríl næstkomandi, í yfirrétti Namibíu. Þá greinir NBC í Namibíu frá því að ákveðið hafi verið að ákæra lögfræðinginn Maren de Klerk í tengslum við málið, auk tveggja annarra.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10. júlí 2020 11:41 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Þeir handteknu í Samherjamálinu töpuðu fyrir dómi Sexmenningarnir sem eru grunaðir um spillingu í tengslum við mál Samherja í Namibíu kröfðust þess að handtökur þeirra yrðu felldar úr gildi. Dómari vísaði kröfum þeirra frá dómi. 27. desember 2019 10:21 Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42
Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10. júlí 2020 11:41
Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51
Þeir handteknu í Samherjamálinu töpuðu fyrir dómi Sexmenningarnir sem eru grunaðir um spillingu í tengslum við mál Samherja í Namibíu kröfðust þess að handtökur þeirra yrðu felldar úr gildi. Dómari vísaði kröfum þeirra frá dómi. 27. desember 2019 10:21
Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45