Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2020 14:32 Staðan á Seyðisfirði er metin í sífellu en á þessari stundu er talið afar ólíklegt að fólkið geti snúið aftur heim í bráð. Davíð Kristinsson Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu. Síðdegis í gær þurfti að rýma fimmtíu hús í alls fimm götum á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í bænum en að minnsta kosti tvö hús urðu fyrir þeim. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir að skaplegra veður sé fyrir austan í dag en í kvöld bætir aftur í úrkomu og næstu daga sem veiti ekki á gott. Í dag verður stund milli stríða þar sem fólki gefst tækifæri til að fara örstutt heim til sín til að kanna aðstæður eftir skriðurnar og sækja lyf og aðrar nauðsynjar. Heimsóknirnar verða undir eftirliti lögreglu og björgunarsveita. Hafi fólk áhuga á að komast heim til sín í þessum tilgangi í dag er þeim bent á að leita í björgunarsveitarhúsið í bænum til að fá upplýsingar og fylgd. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að tjón af völdum skriðanna verði metið í dag. „Með bæði drónum og á vettvangi auðvitað. Það er bara verið að skoða aðstæður og engin tíðindi bein af þeim en þetta er í skoðun akkúrat núna.“ Verkefni dagsins verður að vakta stöðuna og aðstoða íbúa. „Við gerum ráð fyrir að íbúar, þeir sem hafa hug á því að komast til síns heima til að skoða aðstæður og jafnvel gera ráðstafanir, þeir geti það í dag, og eitthvað fram á daginn en þá er gert ráð fyrir rigningu aftur í kvöld.“ En í ljósi þess að spáin er óhagstæð í kvöld og næstu daga, er útlit fyrir að fólk geti snúið aftur heim og gist heima hjá sér næstu daga? „Við vitum það ekki nákvæmlega en það lítur út fyrir að það verði ekki hægt að snúa heim í dag, staðan verður þó tekin aftur á morgun, þannig að við vonum það besta.“ En staðan á Eskifirði? „Þar hefur ekki dregið til neinna sérstakra tíðinda nema hvað að vatnsveðrið auðvitað varðar, það er mikið og það er álag á kerfin hér og í einhverjum tilvikum hefur flætt upp úr niðurföllum og svo framvegis en enn sem komið er er stórtíðindalaust og verður vonandi svoleiðis áfram.“ Lögregluyfirvöld og almannavarnir munu reyna að koma upplýsingum til íbúa á Seyðisfirði með reglulegu millibili bæði með fréttatilkynningum og með smáskilaboðum. Regluleg upplýsingagjöf verður á meðan ástandið varir. „Þannig að það séu allir eins upplýstir og mögulegt er.“ Hvernig er hljóðið í bæjarbúum? Það hlýtur að felast í því álag að búa við hættustig. „Líðan íbúanna er ágæt. Menn eru stóískir gagnvart þessu en eftir sem áður þá er auðvitað álag að þurfa að yfirgefa heimili sitt en ástandið á Seyðisfirði er býsna sérstakt, eins og staðan er núna. Svona vatnsveður hefur ekki verið í tugi ára, að því er mér skilst. Sem betur fer er þetta ekki daglegt brauð hjá íbúum á Seyðisfirði.“ Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03 Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Síðdegis í gær þurfti að rýma fimmtíu hús í alls fimm götum á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í bænum en að minnsta kosti tvö hús urðu fyrir þeim. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir að skaplegra veður sé fyrir austan í dag en í kvöld bætir aftur í úrkomu og næstu daga sem veiti ekki á gott. Í dag verður stund milli stríða þar sem fólki gefst tækifæri til að fara örstutt heim til sín til að kanna aðstæður eftir skriðurnar og sækja lyf og aðrar nauðsynjar. Heimsóknirnar verða undir eftirliti lögreglu og björgunarsveita. Hafi fólk áhuga á að komast heim til sín í þessum tilgangi í dag er þeim bent á að leita í björgunarsveitarhúsið í bænum til að fá upplýsingar og fylgd. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að tjón af völdum skriðanna verði metið í dag. „Með bæði drónum og á vettvangi auðvitað. Það er bara verið að skoða aðstæður og engin tíðindi bein af þeim en þetta er í skoðun akkúrat núna.“ Verkefni dagsins verður að vakta stöðuna og aðstoða íbúa. „Við gerum ráð fyrir að íbúar, þeir sem hafa hug á því að komast til síns heima til að skoða aðstæður og jafnvel gera ráðstafanir, þeir geti það í dag, og eitthvað fram á daginn en þá er gert ráð fyrir rigningu aftur í kvöld.“ En í ljósi þess að spáin er óhagstæð í kvöld og næstu daga, er útlit fyrir að fólk geti snúið aftur heim og gist heima hjá sér næstu daga? „Við vitum það ekki nákvæmlega en það lítur út fyrir að það verði ekki hægt að snúa heim í dag, staðan verður þó tekin aftur á morgun, þannig að við vonum það besta.“ En staðan á Eskifirði? „Þar hefur ekki dregið til neinna sérstakra tíðinda nema hvað að vatnsveðrið auðvitað varðar, það er mikið og það er álag á kerfin hér og í einhverjum tilvikum hefur flætt upp úr niðurföllum og svo framvegis en enn sem komið er er stórtíðindalaust og verður vonandi svoleiðis áfram.“ Lögregluyfirvöld og almannavarnir munu reyna að koma upplýsingum til íbúa á Seyðisfirði með reglulegu millibili bæði með fréttatilkynningum og með smáskilaboðum. Regluleg upplýsingagjöf verður á meðan ástandið varir. „Þannig að það séu allir eins upplýstir og mögulegt er.“ Hvernig er hljóðið í bæjarbúum? Það hlýtur að felast í því álag að búa við hættustig. „Líðan íbúanna er ágæt. Menn eru stóískir gagnvart þessu en eftir sem áður þá er auðvitað álag að þurfa að yfirgefa heimili sitt en ástandið á Seyðisfirði er býsna sérstakt, eins og staðan er núna. Svona vatnsveður hefur ekki verið í tugi ára, að því er mér skilst. Sem betur fer er þetta ekki daglegt brauð hjá íbúum á Seyðisfirði.“
Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03 Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47
Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03
Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37