Ástarpungar í umbúðum frá kvenfélagskonum á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2020 20:04 Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar með prjónana sína en hún segist vera mjög stolt af sínum konum í félaginu, sem taka þátt í verkefninu á fullum krafti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur á Hvolsvelli slá ekki slöku við í heimsfaraldri því þær prjóna út í eitt því þær ætla sér að prjóna þrjú hundruð hluti í sérstöku áheitaprjóni. Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira