Van Gerwen hefur leiðina að fjórða heimsmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2020 09:16 Michael van Gerwen ætlar sér í úrslit á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. getty/Dan Mullan Þrefaldi heimsmeistarinn, efsti maður heimslistans og stærsta stjarna pílukastsins, Michael van Gerwen, mætir til leiks á HM í dag. Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira