Jakob Svavar Sigurðsson var valinn knapi ársins 2020 og hlaut hann fyrir það viðurkenningu frá ÍSÍ.
Jakob Svavar er fjölhæfur afreksknapi sem tók þátt í nær öllum keppnisgreinum sem í boði eru á þeim mótum sem haldin voru í ár og var reglulega í úrslitum eða á meðal sigurvegara á þeim.
Ragnhildur Haraldsdóttir var við sama tilefni valin íþróttaknapi ársins á meðan Konráð Valur Sveinsson var valinn skeiðknapi ársins.
Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir valinu á ári hverju.