Trump undirritar björgunarpakka og kemur í veg fyrir lokun alríkisstofnana Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2020 06:23 Donald Trump mun láta af embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna. Bandaríkjaþing samþykkti björgunarpakkanna í síðustu viku eftir margra mánaða viðræður, en Trump sagðist þá vera efins og neitaði að skrifa undir til að aðgerðirnar næðu fram að ganga. Sagðist hann vera á því að upphæðin sem ætti að renna til stuðnings hvers einstaklings vera of lág. Undirskrift Trump nú hefur í för með sér að um fjórtán milljónir Bandaríkjamanna munu aftur fá atvinnuleysisbætur. Sömuleiðis eru ekki lengur líkur á því alríkisstofnanir þurfi að loka tímabundið vegna skorts á fjármögnun, en hluti þeirra hefði lokað á miðnætti í kvöld, hefði forsetinn ekki skrifað undir. BBC segir ekki ljóst að svo stöddu hvað hafi orðið til þess að Trump, sem nú er staddur í Flórida, hafi ákveðið að skrifa undir lögin. Hann hafi þó sætt talsverðri gagnrýni og þrýstingi frá bæði Repúblikönum og Demókrötum á þingi vegna ákvörðunar sinnar fyrr í vikunni að skrifa ekki undir lögin. Trump mun láta af embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi eftir að hafa þurft að lúta í grasi fyrri Joe Biden í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Milljónir án bóta eða aðstoðar og þingmenn segja Trump að skrifa undir Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er nú undir þrýstingi um að skrifa undir stærðarinnar frumvarp um neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fjárveitingu ríkisstofnana. Núverandi fjárveitingar vegna atvinnuleysisbóta runnu út í gær svo milljónir Bandaríkjamanna eru nú án bóta og aðstoðar. 27. desember 2020 17:57 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira
Bandaríkjaþing samþykkti björgunarpakkanna í síðustu viku eftir margra mánaða viðræður, en Trump sagðist þá vera efins og neitaði að skrifa undir til að aðgerðirnar næðu fram að ganga. Sagðist hann vera á því að upphæðin sem ætti að renna til stuðnings hvers einstaklings vera of lág. Undirskrift Trump nú hefur í för með sér að um fjórtán milljónir Bandaríkjamanna munu aftur fá atvinnuleysisbætur. Sömuleiðis eru ekki lengur líkur á því alríkisstofnanir þurfi að loka tímabundið vegna skorts á fjármögnun, en hluti þeirra hefði lokað á miðnætti í kvöld, hefði forsetinn ekki skrifað undir. BBC segir ekki ljóst að svo stöddu hvað hafi orðið til þess að Trump, sem nú er staddur í Flórida, hafi ákveðið að skrifa undir lögin. Hann hafi þó sætt talsverðri gagnrýni og þrýstingi frá bæði Repúblikönum og Demókrötum á þingi vegna ákvörðunar sinnar fyrr í vikunni að skrifa ekki undir lögin. Trump mun láta af embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi eftir að hafa þurft að lúta í grasi fyrri Joe Biden í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Milljónir án bóta eða aðstoðar og þingmenn segja Trump að skrifa undir Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er nú undir þrýstingi um að skrifa undir stærðarinnar frumvarp um neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fjárveitingu ríkisstofnana. Núverandi fjárveitingar vegna atvinnuleysisbóta runnu út í gær svo milljónir Bandaríkjamanna eru nú án bóta og aðstoðar. 27. desember 2020 17:57 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira
Milljónir án bóta eða aðstoðar og þingmenn segja Trump að skrifa undir Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er nú undir þrýstingi um að skrifa undir stærðarinnar frumvarp um neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fjárveitingu ríkisstofnana. Núverandi fjárveitingar vegna atvinnuleysisbóta runnu út í gær svo milljónir Bandaríkjamanna eru nú án bóta og aðstoðar. 27. desember 2020 17:57