Við erum öll Seyðfirðingar Gauti Jóhannesson skrifar 28. desember 2020 17:57 Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar