Tæklum Kórónakvíðann Bergsveinn Ólafsson skrifar 16. mars 2020 13:00 Lífið okkar allra breyttist skyndilega. Kórónavírusinn kom flatt upp á mann því maður var svo óheyrilega bjartsýnn á að hann myndi ekki hafa áhrif á Ísland. Allt í einu bankaði hann á dyrnar og var byrjaður að borða mat úr ísskápnum okkar óumbeðinn. Ætli þetta sé ekki vondi eiginleikinn við bjartsýnina. Við höldum oft að það muni aldrei koma neitt fyrir okkur sjálf en svo gerast hlutir í lífinu þegar við eigum síst von á þeim. Kórónavírusinn veldur mikilli þjáningu í heiminum. Hvort sem það eru dauðsföll, veikindi, vanlíðan eða óöryggi, þá er hann all hressilega að láta reyna á okkur. Hann veldur einu sem við eigum öll sameignlegt; óvissu. Það líkar engum vel við óvissu. Við óttumst það sem við þekkjum ekki og vitum ekki hvernig endar. Því meiri óvissa í lífinu, því meiri kvíði. Þegar við vitum lítið um framtíðina verðum við kvíðin. Hann eykst svo enn fremur þegar við upplifum að við höfum ekki stjórn á aðstæðum. Kórónavírusinn er því afar kvíðavaldandi og því ákvað ég að hafa Kórónakvíða í fyrirsögninni, eflaust til að grípa athyglina ykkar. Það er innbyggt í okkur að þurfa að upplifa ákveðið öryggi. Við þurfum að vita útkomuna í flestu sem við tökum okkur fyrir hendur. Það truflar okkur þegar við vitum ekki af hverju hlutir gerast. Við verðum að upplifa að lífið hafi ákveðið mynstur en Kórónavírusinn passar ekki inn í hvernig við sjáum lífið fyrir okkur og óvissan splundrar þessu mynstri. Við sitjum því uppi með ákveðinn kvíða eins og lífið er í dag hvort sem okkur líkar betur eða verr við það. Sem leiðir að næstu spurningu sem ég hef verið að spyrja mig síðustu daga: Hvernig eigum við að tækla kvíðann? Það er flókinn vandi og engin heilög lausn í boði en ég ætla deila með ykkur mínum pælingum. Einblíndu á það sem þú getur gert Í grunninn snýst þetta um að að einbeita sér að því sem maður getur gert í sínu eigin valdi til að tækla aðstæðurnar. Við getum ekki stjórnað fullkomlega hvort eða hvenær við fáum Coveid-19. Það er ekki fullkomlega í okkar valdi hvaða áhrif Kóróna mun hafa á samfélagið og lífið okkar í framtíðinni. Við getum hinsvegar stjórnað að vera meðvituð, bera ábyrgð og gera okkar besta til þess minnka alla óþarfa umfram þjáningu þar sem hún er nógu mikil fyrir. Við getum stjórnað hvernig við kjósum að lifa frá degi til dags. Augnablik fyrir augnablik. Eins og Viktor Frankl kenndi okkur, það er aldrei hægt að taka frá okkur hvernig við bregðumst við aðstæðum í lífinu. Þegar við getum ekki breytt þeim erum við knúin til að breyta okkur sjálfum. Við verðum því að breyta okkar viðhorfi gagnvart Kóróna. Ég er ekki að þykjast vera einhver Pollýanna og halda að það sé nóg að vera bjartsýnn og að vandamálið sé það einfalt að maður þurfi einungis að breyta viðhorfinu sínu á einfaldan máta til að tækla það. Ég hef hinsvegar hugsað ítarlega um þessa pælingu í tvö ár til að reyna að átta mig á henni og þú mátt vinsamlegast senda mér vefpóst á [email protected] ef þú ert með betri leið sem bætir ástandið þitt í staðinn fyrir að gera það verra. Farðu varlega á fréttamiðlum Það er gott að vera meðvituð um stöðu mála en það getur verið kvíðavaldandi að kíkja á fréttamiðla á 5 mínútna fresti. Við erum gerð til að taka eftir því neikvæða sem endurspeglast ávallt í mest lestnu fréttum á helstu fréttamiðlunum. Þó svo að ástandið líkist helvíti núna hefur aldrei verið jafn gott að vera á lífi. Hér eru nokkrar góðar fréttir fyrir þig: · Fólki í algjörri fátækt hefur minnkað um helming á síðustu 20 árum. Markmið UN er að það muni enginn lifa í algjörri fátækt árið 2030. · Fólk hefur betri aðgang að vatni, mat, menntun, hreinlæti og heilsuþjónustu. · Barnadauði er að minnka. · Fólk er að eingast færri börn. · Flestir íbúar jarðar tilheyra millistéttinni. · Þó að það sé örlítið kaldhæðnislegt þá höfum við það svo gott í dag að það eru fleiri manns sem glíma við ofþyngd í heiminum heldur en þeir sem eru vannærðir. · Síðast en ekki síst: Lóan er komin. Skrifaðu eða talaðu Þú skipuleggur hugsanir með því að skrifa eða tala. Þú getur ekki áttað þig fullkomlega á þeim ef þær eru bara í huganum. Hvort sem það er að tjá tilfinningar, áhyggjur, læra meira um sjálfan þig og hvernig þú getur tæklað ástandið þá er þetta ansi öflugt verkfæri. Þú nærð að skilja þig sjálfan, aðstæður og lífið betur. Samhengið verður skýrara og óvissan minnkar. Viðhaltu rútínunni þinni eins vel og hægt er Því meira stress sem þú upplifir, því veikara ónæmiskerfi og því líklegra að þú fáir Kórónavírusinn. Hreyfðu þig. Taktu göngutúr eða farðu út að skokka. Sofðu 7 tíma að lágmarki. Vertu í kringum fólk sem þér líður vel með. Borðaðu hollan mat. Einblíndu sérstaklega á mat sem styður ónæmiskerfið þitt eins og t.d. papriku, hvítlauk, engifer, spínat, grænkál, bláber, brokkolí svo eitthvað sé nefnt! Nýttu tímann í uppbyggilega þætti Núna getur þú loksins gert allt sem þú ert alltaf að tala um að fara gera. Lestu bókina sem þú hefur ekki gefið þér tíma í. Prófaðu nýjar uppskriftir í eldhúsinu. Leiktu við krakkann þinn. Kúraðu með makanum þínum. Vanalega eru allir svo uppteknir. Það er allt brjálað að gera hjá öllum. Því getur verið gott að staldra við núna og spyrja þig spurninga sem skipta máli eins og: Hvað er mikilvægast fyrir mér í lífinu? Hvað get ég gert til að bæta heilsuna mína og samböndin mín og afhverju? Hvaða áhugamál er ég spennt/ur að sinna/prófa? Faðmaðu óvissuna Við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér. Óvissan verður til staðar í einhvern tíma. Kvíðinn hverfur ekki á einum degi. Því verðum við að læra að lifa með honum. Það væri ekkert varið í lífið ef maður myndi ekki upplifa neinar tilfinningar. Það er ekki jafn gaman að horfa á sömu mynd í seinna skiptið. Það er ekkert spennandi að horfa á íþróttaviðburð þegar maður veit hvernig hann endar. Við getum lært mikið af kvíðanum. Hann minnir okkur á hvaða hlutir skipta máli í lífinu og að það sem við gerum dagsdaglega og lítum á sem sjálfsagðan hlut er mikilvægara fyrir okkur en við gerum okkur grein fyrir. Verum í liði með kvíðanum í staðinn fyrir að keppa á móti honum. Nýtum hann í að efla okkur og að efla það sem við viljum í lífinu. Lokaorð Eitt veit ég. Þessi tími mun líða hjá. Við munum læra helling af honum. Frá dimmum tímum kemur vöxtur. Við munum komast í gegnum hann saman. Það er ljós í enda ganganna. Gerum allt í okkar valdi til að vinna saman að því að tækla Kóróna og öllu sem honum fylgir. Gangi okkur öllum vel! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bergsveinn Ólafsson Heilsa Samkomubann á Íslandi Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Lífið okkar allra breyttist skyndilega. Kórónavírusinn kom flatt upp á mann því maður var svo óheyrilega bjartsýnn á að hann myndi ekki hafa áhrif á Ísland. Allt í einu bankaði hann á dyrnar og var byrjaður að borða mat úr ísskápnum okkar óumbeðinn. Ætli þetta sé ekki vondi eiginleikinn við bjartsýnina. Við höldum oft að það muni aldrei koma neitt fyrir okkur sjálf en svo gerast hlutir í lífinu þegar við eigum síst von á þeim. Kórónavírusinn veldur mikilli þjáningu í heiminum. Hvort sem það eru dauðsföll, veikindi, vanlíðan eða óöryggi, þá er hann all hressilega að láta reyna á okkur. Hann veldur einu sem við eigum öll sameignlegt; óvissu. Það líkar engum vel við óvissu. Við óttumst það sem við þekkjum ekki og vitum ekki hvernig endar. Því meiri óvissa í lífinu, því meiri kvíði. Þegar við vitum lítið um framtíðina verðum við kvíðin. Hann eykst svo enn fremur þegar við upplifum að við höfum ekki stjórn á aðstæðum. Kórónavírusinn er því afar kvíðavaldandi og því ákvað ég að hafa Kórónakvíða í fyrirsögninni, eflaust til að grípa athyglina ykkar. Það er innbyggt í okkur að þurfa að upplifa ákveðið öryggi. Við þurfum að vita útkomuna í flestu sem við tökum okkur fyrir hendur. Það truflar okkur þegar við vitum ekki af hverju hlutir gerast. Við verðum að upplifa að lífið hafi ákveðið mynstur en Kórónavírusinn passar ekki inn í hvernig við sjáum lífið fyrir okkur og óvissan splundrar þessu mynstri. Við sitjum því uppi með ákveðinn kvíða eins og lífið er í dag hvort sem okkur líkar betur eða verr við það. Sem leiðir að næstu spurningu sem ég hef verið að spyrja mig síðustu daga: Hvernig eigum við að tækla kvíðann? Það er flókinn vandi og engin heilög lausn í boði en ég ætla deila með ykkur mínum pælingum. Einblíndu á það sem þú getur gert Í grunninn snýst þetta um að að einbeita sér að því sem maður getur gert í sínu eigin valdi til að tækla aðstæðurnar. Við getum ekki stjórnað fullkomlega hvort eða hvenær við fáum Coveid-19. Það er ekki fullkomlega í okkar valdi hvaða áhrif Kóróna mun hafa á samfélagið og lífið okkar í framtíðinni. Við getum hinsvegar stjórnað að vera meðvituð, bera ábyrgð og gera okkar besta til þess minnka alla óþarfa umfram þjáningu þar sem hún er nógu mikil fyrir. Við getum stjórnað hvernig við kjósum að lifa frá degi til dags. Augnablik fyrir augnablik. Eins og Viktor Frankl kenndi okkur, það er aldrei hægt að taka frá okkur hvernig við bregðumst við aðstæðum í lífinu. Þegar við getum ekki breytt þeim erum við knúin til að breyta okkur sjálfum. Við verðum því að breyta okkar viðhorfi gagnvart Kóróna. Ég er ekki að þykjast vera einhver Pollýanna og halda að það sé nóg að vera bjartsýnn og að vandamálið sé það einfalt að maður þurfi einungis að breyta viðhorfinu sínu á einfaldan máta til að tækla það. Ég hef hinsvegar hugsað ítarlega um þessa pælingu í tvö ár til að reyna að átta mig á henni og þú mátt vinsamlegast senda mér vefpóst á [email protected] ef þú ert með betri leið sem bætir ástandið þitt í staðinn fyrir að gera það verra. Farðu varlega á fréttamiðlum Það er gott að vera meðvituð um stöðu mála en það getur verið kvíðavaldandi að kíkja á fréttamiðla á 5 mínútna fresti. Við erum gerð til að taka eftir því neikvæða sem endurspeglast ávallt í mest lestnu fréttum á helstu fréttamiðlunum. Þó svo að ástandið líkist helvíti núna hefur aldrei verið jafn gott að vera á lífi. Hér eru nokkrar góðar fréttir fyrir þig: · Fólki í algjörri fátækt hefur minnkað um helming á síðustu 20 árum. Markmið UN er að það muni enginn lifa í algjörri fátækt árið 2030. · Fólk hefur betri aðgang að vatni, mat, menntun, hreinlæti og heilsuþjónustu. · Barnadauði er að minnka. · Fólk er að eingast færri börn. · Flestir íbúar jarðar tilheyra millistéttinni. · Þó að það sé örlítið kaldhæðnislegt þá höfum við það svo gott í dag að það eru fleiri manns sem glíma við ofþyngd í heiminum heldur en þeir sem eru vannærðir. · Síðast en ekki síst: Lóan er komin. Skrifaðu eða talaðu Þú skipuleggur hugsanir með því að skrifa eða tala. Þú getur ekki áttað þig fullkomlega á þeim ef þær eru bara í huganum. Hvort sem það er að tjá tilfinningar, áhyggjur, læra meira um sjálfan þig og hvernig þú getur tæklað ástandið þá er þetta ansi öflugt verkfæri. Þú nærð að skilja þig sjálfan, aðstæður og lífið betur. Samhengið verður skýrara og óvissan minnkar. Viðhaltu rútínunni þinni eins vel og hægt er Því meira stress sem þú upplifir, því veikara ónæmiskerfi og því líklegra að þú fáir Kórónavírusinn. Hreyfðu þig. Taktu göngutúr eða farðu út að skokka. Sofðu 7 tíma að lágmarki. Vertu í kringum fólk sem þér líður vel með. Borðaðu hollan mat. Einblíndu sérstaklega á mat sem styður ónæmiskerfið þitt eins og t.d. papriku, hvítlauk, engifer, spínat, grænkál, bláber, brokkolí svo eitthvað sé nefnt! Nýttu tímann í uppbyggilega þætti Núna getur þú loksins gert allt sem þú ert alltaf að tala um að fara gera. Lestu bókina sem þú hefur ekki gefið þér tíma í. Prófaðu nýjar uppskriftir í eldhúsinu. Leiktu við krakkann þinn. Kúraðu með makanum þínum. Vanalega eru allir svo uppteknir. Það er allt brjálað að gera hjá öllum. Því getur verið gott að staldra við núna og spyrja þig spurninga sem skipta máli eins og: Hvað er mikilvægast fyrir mér í lífinu? Hvað get ég gert til að bæta heilsuna mína og samböndin mín og afhverju? Hvaða áhugamál er ég spennt/ur að sinna/prófa? Faðmaðu óvissuna Við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér. Óvissan verður til staðar í einhvern tíma. Kvíðinn hverfur ekki á einum degi. Því verðum við að læra að lifa með honum. Það væri ekkert varið í lífið ef maður myndi ekki upplifa neinar tilfinningar. Það er ekki jafn gaman að horfa á sömu mynd í seinna skiptið. Það er ekkert spennandi að horfa á íþróttaviðburð þegar maður veit hvernig hann endar. Við getum lært mikið af kvíðanum. Hann minnir okkur á hvaða hlutir skipta máli í lífinu og að það sem við gerum dagsdaglega og lítum á sem sjálfsagðan hlut er mikilvægara fyrir okkur en við gerum okkur grein fyrir. Verum í liði með kvíðanum í staðinn fyrir að keppa á móti honum. Nýtum hann í að efla okkur og að efla það sem við viljum í lífinu. Lokaorð Eitt veit ég. Þessi tími mun líða hjá. Við munum læra helling af honum. Frá dimmum tímum kemur vöxtur. Við munum komast í gegnum hann saman. Það er ljós í enda ganganna. Gerum allt í okkar valdi til að vinna saman að því að tækla Kóróna og öllu sem honum fylgir. Gangi okkur öllum vel!
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun