Fyrir og eftir kórónuveiruna: Sjö atriði sem gætu breyst varanlega Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:24 Það verður eflaust margt sem breytist varanlega með kórónuveirunni. Vísir/Getty Eflaust munum við seinna tala um „fyrir og eftir kórónuveiruna“ enda svo margt sem er líklegt til að breytast varanlega í kjölfar heimsfaraldursins sem nú kollríður öllu. Margt verður leyst með þróun snertilausra tækni en margir velta líka fyrir sér hvað í okkar eigin hegðun eða samskiptum muni breytast og verða aldrei eins og áður var? Hér eru sjö dæmi um hluti sem gætu breyst í vinnuumhverfinu. 1. Handabandið Að takast í hendur við ókunnuga þegar við heilsumst er siður sem margir spá að leggist niður að mestu í kjölfar kórónuveirunnar. Fólk mun hreinlega þróa nýjar hefðir. Þaðan af síður er talið líklegt að fólk muni heilsa ókunnugum með kossi. 2. Fundarmenningin breytist Margir spá því að fjarvinna muni aukast verulega og það til framtíðar. Þessi þróun þýðir varanleg breyting á fundarmenningu vinnustaða. Fjarfundir eru komnir til að vera og eins aukin rafræn samskipti samstarfsmanna á milli. 3. Hópeflisviðburðir og starfsmannafagnaðir Að forðast fjöldaforföll er eitthvað sem vinnustaðir eru að kynnast í fyrsta sinn. Alls staðar er verið að aðskilja starfsfólk til að koma í veg fyrir að of margir smitist í einu. Í þessum efnum heyrast spámenn segja að fyrirtæki muni setja sér nýjar stefnur um hópasamkomur starfsmanna. Þetta geti þýtt breytingar á viðburðum eins og hópefli deilda eða fjölmennum starfsmannahátíðum. 4. Atvinnuviðtöl Í stað þess að hitta marga umsækjendur sem sækja um starf er því spáð að mannauðstjórar fari í auknum mæli að nýta sér sérhæfð tæknifyrirtæki sem byggja á rafrænum viðtölum og fundarbókunum og voru upphaflega ætluð til að spara stjórnendum tíma. Í framtíðinni verði sá háttur á að aðeins einstaklingar í lokaúrtaki umsækjenda muni hitta stjórnendur því það verði liður í því að forðast óþarfa traffík ókunnugra inn á vinnustaði. 5. Ráðstefnur, vörusýningar og tengslanetsmyndun Ýmsir vilja meina að stórar ráðstefnur og vörusýningar muni heyra sögunni til. Sérstaklega eigi þetta við um mjög fjölsótta viðburði, til dæmis árlega tæknisýningu sem haldin er í Las Vegas þar sem gestir koma að alls staðar af úr heiminum. Breyting á viðburðum sem þessum mun þá samhliða þýða að tengslanetsmyndun mun færast meira yfir á rafrænt form. 6. Við hættum að mæta slöpp í vinnuna Íslendingar þekkja þetta vel: Við mætum slöpp (veik!) til vinnu og sjáum þegar á líður daginn hvort við hristum ekki slappleikann af okkur. Eftir kórónuveiruna mun fólk líta á smithættu öðruvísi en áður. 7. Endurmenntun starfsmanna Að sækja sér nýja þekking á fjölsóttum námskeiðum, málþingum, vinnustofum eða öðru er sagt að muni færast meira yfir á rafrænt form. Þetta gæti hljómað eins og einhvers konar niðurskurður en fari svo að þetta verði þróunin, er líklegt að hún þýði einnig að á alþjóðavísu verði auðveldara að sækja sér ýmsa þekkingu sem hefur verið of dýrt eða flókið að sækja sér hingað til. Samhliða þessu mun tengslanetsmyndun breytast og hætta að verða jafn algeng auglitis til auglitis. Stuðst var meðal annars við samantekt Forbes við vinnslu greinarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Eflaust munum við seinna tala um „fyrir og eftir kórónuveiruna“ enda svo margt sem er líklegt til að breytast varanlega í kjölfar heimsfaraldursins sem nú kollríður öllu. Margt verður leyst með þróun snertilausra tækni en margir velta líka fyrir sér hvað í okkar eigin hegðun eða samskiptum muni breytast og verða aldrei eins og áður var? Hér eru sjö dæmi um hluti sem gætu breyst í vinnuumhverfinu. 1. Handabandið Að takast í hendur við ókunnuga þegar við heilsumst er siður sem margir spá að leggist niður að mestu í kjölfar kórónuveirunnar. Fólk mun hreinlega þróa nýjar hefðir. Þaðan af síður er talið líklegt að fólk muni heilsa ókunnugum með kossi. 2. Fundarmenningin breytist Margir spá því að fjarvinna muni aukast verulega og það til framtíðar. Þessi þróun þýðir varanleg breyting á fundarmenningu vinnustaða. Fjarfundir eru komnir til að vera og eins aukin rafræn samskipti samstarfsmanna á milli. 3. Hópeflisviðburðir og starfsmannafagnaðir Að forðast fjöldaforföll er eitthvað sem vinnustaðir eru að kynnast í fyrsta sinn. Alls staðar er verið að aðskilja starfsfólk til að koma í veg fyrir að of margir smitist í einu. Í þessum efnum heyrast spámenn segja að fyrirtæki muni setja sér nýjar stefnur um hópasamkomur starfsmanna. Þetta geti þýtt breytingar á viðburðum eins og hópefli deilda eða fjölmennum starfsmannahátíðum. 4. Atvinnuviðtöl Í stað þess að hitta marga umsækjendur sem sækja um starf er því spáð að mannauðstjórar fari í auknum mæli að nýta sér sérhæfð tæknifyrirtæki sem byggja á rafrænum viðtölum og fundarbókunum og voru upphaflega ætluð til að spara stjórnendum tíma. Í framtíðinni verði sá háttur á að aðeins einstaklingar í lokaúrtaki umsækjenda muni hitta stjórnendur því það verði liður í því að forðast óþarfa traffík ókunnugra inn á vinnustaði. 5. Ráðstefnur, vörusýningar og tengslanetsmyndun Ýmsir vilja meina að stórar ráðstefnur og vörusýningar muni heyra sögunni til. Sérstaklega eigi þetta við um mjög fjölsótta viðburði, til dæmis árlega tæknisýningu sem haldin er í Las Vegas þar sem gestir koma að alls staðar af úr heiminum. Breyting á viðburðum sem þessum mun þá samhliða þýða að tengslanetsmyndun mun færast meira yfir á rafrænt form. 6. Við hættum að mæta slöpp í vinnuna Íslendingar þekkja þetta vel: Við mætum slöpp (veik!) til vinnu og sjáum þegar á líður daginn hvort við hristum ekki slappleikann af okkur. Eftir kórónuveiruna mun fólk líta á smithættu öðruvísi en áður. 7. Endurmenntun starfsmanna Að sækja sér nýja þekking á fjölsóttum námskeiðum, málþingum, vinnustofum eða öðru er sagt að muni færast meira yfir á rafrænt form. Þetta gæti hljómað eins og einhvers konar niðurskurður en fari svo að þetta verði þróunin, er líklegt að hún þýði einnig að á alþjóðavísu verði auðveldara að sækja sér ýmsa þekkingu sem hefur verið of dýrt eða flókið að sækja sér hingað til. Samhliða þessu mun tengslanetsmyndun breytast og hætta að verða jafn algeng auglitis til auglitis. Stuðst var meðal annars við samantekt Forbes við vinnslu greinarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira