Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 11:30 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands þykir hafa staðið sig vel í viðbrögðum sínum við kórónuvírusfaraldrinum. Í skoðanakönnun sem var birt í gær sögðust níu af hverjum tíu vera ánægðir með störf hennar. Mikko Stig/Lehtikuva /AP Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira