Óvirðing Hafnarfjarðarbæjar gagnvart NPA notendum og starfsfólki þeirra Tinna Eik Rakelardóttir skrifar 20. apríl 2020 22:00 Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hafnarfjörður Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu.
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18
NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun