Vonir um hjarðónæmi óraunsæjar: Aðeins um 2 prósent allra hafa myndað mótefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 23:09 Tedros Adhanom Ghebreyesus á blaðamannafundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. EPA/SALVATORE DI NOLFI Aðeins agnarsmár hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, virðist hafa myndað mótefni við Covid-19 samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Vonir um að hjarðónæmi myndist fyrir veirunni virðast því ekki raunsæjar eins og staðan er í dag. „Að létta á höftum markar ekki enda faraldursins í neinu landi,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á blaðamannafundi í Genf í dag. „Svokölluð útgöngubönn gætu þó hjálpað til við að vinna á faraldrinum.“ Raðgreiningar hafa gefið til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast og myndað mótefni við veirunni. „Gögnin sem við búum yfir núna gefa til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast,“ sagði Tedros. „Ekki meira en 2%-3%.“ Maria Van Kerkhove, bandarískur smitsjúkdómasérfræðingur sem leiðir Covid-19 teymi WHO, sagði að talið hefði verið að fleiri hefðu smitast af sjúkdómnum en hún ítrekaði þó að enn væri of snemmt til að vita það með vissu. „Núna sjáum við lægra hlutfall fólks með mótefni en við bjuggumst við,“ sagði hún. Á föstudag var birt forprent úr niðurstöðum rannsóknar sem gerð var hjá Stanford háskóla í Santa Clara í Kaliforníu en þar kemur fram að 50-85 sinnum fleiri hafi smitast af veirunni en opinberar tölur sýna. Í Santa Clara héraði höfðu aðeins 1.094 tilfelli af veirunni verið staðfest þegar rannsóknin var gerð en skimun fyrir mótefninu gefur til kynna að á milli 48-81 þúsund manns hafi smitast af veirunni í byrjun apríl og lang flestir þeirra höfðu ekki sýnt nein einkenni. Þrátt fyrir þessar háu tölur hafa aðeins 3 prósent allra í héraðinu smitast og myndað mótefni við veirunni. Þá sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Hollandi að af sjö þúsund einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni voru aðeins 3 prósent með mótefni við veirunni. Van Kerkhove sagði að skoða þyrfti nákvæmlega rannsóknirnar sem hafa verið framkvæmdar. „Nokkrar rannsóknir sem við höfum í sigtinu hafa verið birtar í forprenti en allar gefa þær til kynna að lítill hluti almennings [hafi myndað mótefni],“ sagði hún. Allar rannsóknirnar benda til lítils almenningssmits en mest er það þó í Frakklandi og Þýskalandi þar sem 14 prósent þátttakenda í rannsóknum hafa myndað mótefni. „Það er mjög mikilvægt að við skoðum hvernig rannsóknirnar voru framkvæmdar.“ Þar á meðal segir hún að skoða þurfi hvaða hópur fólks hafi tekið þátt í rannsóknunum. Hvort það hafi verið tilviljunarúrtak eða fólk sem hafði gefið blóð, sem eru alla jafna heilbrigðir fullorðnir einstaklingar. Þá þurfi einnig að skoða hvernig rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar. „Við erum að vinna að þessu í samstarfi við nokkur lönd sem hafa framkvæmt svona rannsóknir,“ bætti hún við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10 Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Aðeins agnarsmár hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, virðist hafa myndað mótefni við Covid-19 samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Vonir um að hjarðónæmi myndist fyrir veirunni virðast því ekki raunsæjar eins og staðan er í dag. „Að létta á höftum markar ekki enda faraldursins í neinu landi,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á blaðamannafundi í Genf í dag. „Svokölluð útgöngubönn gætu þó hjálpað til við að vinna á faraldrinum.“ Raðgreiningar hafa gefið til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast og myndað mótefni við veirunni. „Gögnin sem við búum yfir núna gefa til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast,“ sagði Tedros. „Ekki meira en 2%-3%.“ Maria Van Kerkhove, bandarískur smitsjúkdómasérfræðingur sem leiðir Covid-19 teymi WHO, sagði að talið hefði verið að fleiri hefðu smitast af sjúkdómnum en hún ítrekaði þó að enn væri of snemmt til að vita það með vissu. „Núna sjáum við lægra hlutfall fólks með mótefni en við bjuggumst við,“ sagði hún. Á föstudag var birt forprent úr niðurstöðum rannsóknar sem gerð var hjá Stanford háskóla í Santa Clara í Kaliforníu en þar kemur fram að 50-85 sinnum fleiri hafi smitast af veirunni en opinberar tölur sýna. Í Santa Clara héraði höfðu aðeins 1.094 tilfelli af veirunni verið staðfest þegar rannsóknin var gerð en skimun fyrir mótefninu gefur til kynna að á milli 48-81 þúsund manns hafi smitast af veirunni í byrjun apríl og lang flestir þeirra höfðu ekki sýnt nein einkenni. Þrátt fyrir þessar háu tölur hafa aðeins 3 prósent allra í héraðinu smitast og myndað mótefni við veirunni. Þá sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Hollandi að af sjö þúsund einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni voru aðeins 3 prósent með mótefni við veirunni. Van Kerkhove sagði að skoða þyrfti nákvæmlega rannsóknirnar sem hafa verið framkvæmdar. „Nokkrar rannsóknir sem við höfum í sigtinu hafa verið birtar í forprenti en allar gefa þær til kynna að lítill hluti almennings [hafi myndað mótefni],“ sagði hún. Allar rannsóknirnar benda til lítils almenningssmits en mest er það þó í Frakklandi og Þýskalandi þar sem 14 prósent þátttakenda í rannsóknum hafa myndað mótefni. „Það er mjög mikilvægt að við skoðum hvernig rannsóknirnar voru framkvæmdar.“ Þar á meðal segir hún að skoða þurfi hvaða hópur fólks hafi tekið þátt í rannsóknunum. Hvort það hafi verið tilviljunarúrtak eða fólk sem hafði gefið blóð, sem eru alla jafna heilbrigðir fullorðnir einstaklingar. Þá þurfi einnig að skoða hvernig rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar. „Við erum að vinna að þessu í samstarfi við nokkur lönd sem hafa framkvæmt svona rannsóknir,“ bætti hún við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10 Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10
Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48
Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08