Sameinuðu þjóðirnar óttast hungursneyð vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 19:10 David Beasley, yfirmaður Matvælaáæltunar Sameinuðu þjóðanna, óttast að hungursneyð gæti herjað á fjölda vanþróaðra ríkja vegna kórónuveirufaraldursins. EPA/SALVATORE DI NOLFI Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira