„KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 09:30 Fannar Ólafsson fór um víðan völl í Sportinu í gær. vísir/s2s Fannar Ólafsson valdi KR fram yfir Grindavík árið 2005 eftir söluræðu Böðvars Guðjónssonar formanns körfuknattleiksdeildar KR. Hann segir að margt hafi verið að hjá KR á þeim tíma og að menn hafi viljað breytunum. Fannar var gestur hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar gerði Fannar upp ferilinn. Hann er ansi myndarlegur en hann vann tólf titla á sínum ferli, þar á meðal varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari. Miðherjinn lék með gríska liðinu Dukas tímabilið 2004/2005 en er hann snéri heim voru það tvö lið sem vildu fá hann. „Ég kem í KR tímabilið 2005/2006 og Herbert Arnarson er með okkur. Hann er frábær þjálfari. Það er búinn til ákveðinn grunnur og Benedikt Guðmundsson kemur árið eftir,“ sagði Fannar áður en hann taldi upp flotta leikmenn KR-liðsins á þessum tíma. „Þarna var KR ekki búið að vinna titil síðan 1999. Þegar ég kem heim að utan þá heyra Böðvar Guðjónsson og Páll Kolbeinsson í mér. Grindavík var að tala við mig þarna og ég ætla ekki að vera ljúga þessu en ég man þetta ekki alveg. Mig minnir að Grindavík hafi getað borgað 350 þúsund kall en KR 150. Ég er að koma heim meiddur. Böddi segir við mig að hann vilji fá þetta klikkaða „attitude“. Hann sagðist þurfa að búa þetta til í KR.“ Fannar segir að KR hafi verið nánast aðhlátursefni þegar þeir töluðu um að þeir ætluðu að verða flottasta félagið í körfunni og hann segir að það hafi tekið sinn tíma. „Það var þannig að KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór. Þeir sögðu við mig að við ætlum að setja fullt af peningum í yngri flokkana og þú þarft að koma og hjálpa okkur. Sama hvort það var söluræða eða ekki. Það tók þessa klikkaða hugsun í manni og ég tók minni pening en ekki því ég treysti því að því yrði fylgt eftir.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um ákvörðunina að fara í KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Dominos-deild karla KR Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Fannar Ólafsson valdi KR fram yfir Grindavík árið 2005 eftir söluræðu Böðvars Guðjónssonar formanns körfuknattleiksdeildar KR. Hann segir að margt hafi verið að hjá KR á þeim tíma og að menn hafi viljað breytunum. Fannar var gestur hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar gerði Fannar upp ferilinn. Hann er ansi myndarlegur en hann vann tólf titla á sínum ferli, þar á meðal varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari. Miðherjinn lék með gríska liðinu Dukas tímabilið 2004/2005 en er hann snéri heim voru það tvö lið sem vildu fá hann. „Ég kem í KR tímabilið 2005/2006 og Herbert Arnarson er með okkur. Hann er frábær þjálfari. Það er búinn til ákveðinn grunnur og Benedikt Guðmundsson kemur árið eftir,“ sagði Fannar áður en hann taldi upp flotta leikmenn KR-liðsins á þessum tíma. „Þarna var KR ekki búið að vinna titil síðan 1999. Þegar ég kem heim að utan þá heyra Böðvar Guðjónsson og Páll Kolbeinsson í mér. Grindavík var að tala við mig þarna og ég ætla ekki að vera ljúga þessu en ég man þetta ekki alveg. Mig minnir að Grindavík hafi getað borgað 350 þúsund kall en KR 150. Ég er að koma heim meiddur. Böddi segir við mig að hann vilji fá þetta klikkaða „attitude“. Hann sagðist þurfa að búa þetta til í KR.“ Fannar segir að KR hafi verið nánast aðhlátursefni þegar þeir töluðu um að þeir ætluðu að verða flottasta félagið í körfunni og hann segir að það hafi tekið sinn tíma. „Það var þannig að KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór. Þeir sögðu við mig að við ætlum að setja fullt af peningum í yngri flokkana og þú þarft að koma og hjálpa okkur. Sama hvort það var söluræða eða ekki. Það tók þessa klikkaða hugsun í manni og ég tók minni pening en ekki því ég treysti því að því yrði fylgt eftir.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um ákvörðunina að fara í KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Dominos-deild karla KR Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira