UEFA hefur neitað þeim sögusögnum sem bárust í gær að þeir hafi neitað tilmælum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) um að blása alla knattspyrnu af út árið 2021.
Ítalski fjölmiðillinn La Republicca greindi frá því í gær að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi ráðlagt UEFA að setja allan fótbolta á ís út árið 2021 vegna yfirvofandi hættu á því að kóronaveiran gæti blossað aftur upp á næsta ári.
Uefa deny receiving WHO advice to suspend football until end of 2021 after claims Arsenal could qualify for Champions League https://t.co/9yVRu0eUfe
— The Independent (@Independent) April 22, 2020
Talsmaður UEFA sagði í samtali við Independent að þetta væri úr lausu lofti gripið og þeir hafi ekki fengið nein tilmæli frá stofnuninni. Þeir séu ekki að fara fresta fótboltanum næsta eina og hálfa árið og þeir vinna nú að því að klára fótboltadeildirnar þetta tímabilið á sem bestan og öruggasta máta.
„Þetta er ekki rétt og stofnunin hefur ekki ráðlagt að ekki ætti að vera spilaður fótbolti út árið 2021,“ sagði í tilkynningu WHO.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur öllu heldur lagt íþróttunum lið og tekur stofnunin meðal annars þátt í að endurskipuleggja Ólympíuleikana í Tókýó sem áttu að fara fram í sumar en verða næsta sumar.