Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 09:47 Kínversk stjórnvöld vilja ekki að uppruni kórónuveirunnar sé rannsakaður. Hér sést Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína. LI XUEREN/EPA Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar kemur einnig fram að einn æðsti erindreki Kínverja í Bretlandi, Chen Wen, hafi sagt að kröfur um rannsókn á uppruna veirunnar væru pólitísks eðlis, auk þess sem rannsókn myndi dreifa athygli kínverskra stjórnvalda frá markmiði sínu, að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran er af mörgum talin hafa átt uppruna sinn á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Mikill samgangur er á milli dýra og manna á slíkum mörkuðum, og almennt hreinlæti ekki alltaf viðhaft. Þá hafa skotið upp kollinum samsæriskenningar um að veiran hafi verið sköpuð á kínverskri rannsóknarstofu og henni verið „sleppt“ viljandi eða óvart „sloppið.“ Hingað til hafa sérfræðingar þó gefið lítið fyrir slíkar kenningar. Saka Kína um að dreifa lygum og falsfréttum Í skýrslu sem gerð var af Utanríkisþjónustu Evrópusambandsins eru kínversk stjórnvöld sökuð um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um kórónuveirufaraldurinn. Í sömu skýrslu eru Rússnesk stjórnvöld sökuð um að dreifa samsæriskenningum í Evrópusambandinu og nágrannaríkjum þess. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Eins hefur eitt ríkja Bandaríkjanna, Missouri, stefnt kínverskum stjórnvöldum fyrir aðgerðarleysi sitt í viðbrögðum við veirunni. Bandarískir dómstólar hafa hins vegar enga lögsögu yfir kínversku stjórnvöldum, og því óljóst hvernig málinu verður haldið til streitu. Kína Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar kemur einnig fram að einn æðsti erindreki Kínverja í Bretlandi, Chen Wen, hafi sagt að kröfur um rannsókn á uppruna veirunnar væru pólitísks eðlis, auk þess sem rannsókn myndi dreifa athygli kínverskra stjórnvalda frá markmiði sínu, að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran er af mörgum talin hafa átt uppruna sinn á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Mikill samgangur er á milli dýra og manna á slíkum mörkuðum, og almennt hreinlæti ekki alltaf viðhaft. Þá hafa skotið upp kollinum samsæriskenningar um að veiran hafi verið sköpuð á kínverskri rannsóknarstofu og henni verið „sleppt“ viljandi eða óvart „sloppið.“ Hingað til hafa sérfræðingar þó gefið lítið fyrir slíkar kenningar. Saka Kína um að dreifa lygum og falsfréttum Í skýrslu sem gerð var af Utanríkisþjónustu Evrópusambandsins eru kínversk stjórnvöld sökuð um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um kórónuveirufaraldurinn. Í sömu skýrslu eru Rússnesk stjórnvöld sökuð um að dreifa samsæriskenningum í Evrópusambandinu og nágrannaríkjum þess. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Eins hefur eitt ríkja Bandaríkjanna, Missouri, stefnt kínverskum stjórnvöldum fyrir aðgerðarleysi sitt í viðbrögðum við veirunni. Bandarískir dómstólar hafa hins vegar enga lögsögu yfir kínversku stjórnvöldum, og því óljóst hvernig málinu verður haldið til streitu.
Kína Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira