Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2020 08:53 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu nú í morgun. Tom var handtekinn á leið til vinnu skammt frá heimili sínu í Lørenskógi snemma í morgun. Lögregla gaf þá ekkert upp um handtökuna en boðaði til blaðamannafundarins klukkan hálf ellefu að norskum tíma, eða hálf níu að íslenskum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Á blaðamannafundinum kom fram að eftir því sem leið á rannsókn málsins hefðu kenningar um mannrán eða sjálfsvíg orðið æ ólíklegri. Strax í júní í fyrra hvarf lögregla alfarið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og gaf það út að gengið væri út frá því að henni hefði verið ráðinn bani. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar 2019. Hann ræddi við fjölmiðla vegna málsins í morgun.Vísir/EPA Nú um nokkurt skeið hafði lögregla svo beint sjónum sínum að eiginmanni hennar. Sú stefna var sögð hafa verið tekin á grundvelli öruggra sönnunargagna. VG greinir jafnframt frá því í morgun að leynilegri rannsókn lögreglu á Tom Hagen hafi verið hrundið af stað í fyrrasumar. Tom var að endingu handtekinn í morgun og gefin út skjalfesting á því að hann væri grunaður um morðið. Hann verður úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en talið er ljóst að morðið á Anne-Elisabeth hafi verið þaulskipulagt. Lögregla taldi ekki tímabært að gefa nokkuð upp um ástæðu að baki morðinu. Ekki er heldur útilokað að fleiri verði handteknir í tengslum við málið. Þá verður áfram leitað að Anne-Elisabeth en lík hennar hefur ekki fundist enn. „Mannránið“ sem skók Noreg Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar kom fram að Tom Hagen hefði verið ákærður fyrir morðið á Anne-Elisabeth Hagen. Það er ekki rétt heldur hefur aðeins verið gefinn út skjalfesting á því að hann sé grunaður um morðið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu nú í morgun. Tom var handtekinn á leið til vinnu skammt frá heimili sínu í Lørenskógi snemma í morgun. Lögregla gaf þá ekkert upp um handtökuna en boðaði til blaðamannafundarins klukkan hálf ellefu að norskum tíma, eða hálf níu að íslenskum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Á blaðamannafundinum kom fram að eftir því sem leið á rannsókn málsins hefðu kenningar um mannrán eða sjálfsvíg orðið æ ólíklegri. Strax í júní í fyrra hvarf lögregla alfarið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og gaf það út að gengið væri út frá því að henni hefði verið ráðinn bani. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar 2019. Hann ræddi við fjölmiðla vegna málsins í morgun.Vísir/EPA Nú um nokkurt skeið hafði lögregla svo beint sjónum sínum að eiginmanni hennar. Sú stefna var sögð hafa verið tekin á grundvelli öruggra sönnunargagna. VG greinir jafnframt frá því í morgun að leynilegri rannsókn lögreglu á Tom Hagen hafi verið hrundið af stað í fyrrasumar. Tom var að endingu handtekinn í morgun og gefin út skjalfesting á því að hann væri grunaður um morðið. Hann verður úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en talið er ljóst að morðið á Anne-Elisabeth hafi verið þaulskipulagt. Lögregla taldi ekki tímabært að gefa nokkuð upp um ástæðu að baki morðinu. Ekki er heldur útilokað að fleiri verði handteknir í tengslum við málið. Þá verður áfram leitað að Anne-Elisabeth en lík hennar hefur ekki fundist enn. „Mannránið“ sem skók Noreg Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar kom fram að Tom Hagen hefði verið ákærður fyrir morðið á Anne-Elisabeth Hagen. Það er ekki rétt heldur hefur aðeins verið gefinn út skjalfesting á því að hann sé grunaður um morðið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55