Sex dæmi um hvernig kórónuveiran er að breyta okkur hægt og hljótt Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. maí 2020 11:00 Ingrid Kuhlman er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún segir heimsfaraldurinn geta kennt okkur ýmislegt og tíman nú vera stórt námskeið í seiglu. Vísir/Silla Pálsdóttir „Kórónuveiran er að breyta okkur hægt og hljóðalaust en hugsanlega erum við ekki öll meðvituð um það hvernig viðhorf okkar og hegðun er að breytast vegna óreiðunnar sem kórónuveiran hefur skapað,“ segir Ingrid Kuhlman. Að hennar mati mun kórónuveiran hafa mun fleiri varanleg áhrif önnur en aukin áhersla á hreinlæti, almenna tillitssemi eða það hvernig við vinnum vinnuna okkar. „Tilvera okkar er gjörbreytt“ segir Ingrid. Ingrid er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði og er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún telur að margt af því sem kórónuveiran er að breyta muni fylgja okkur inn í það hvernig við tökumst á við komandi tíma. Á vinnustöðum mun umgengni og verklag breytast þar sem hreinlæti skiptir mun meira máli en áður, fleiri munu vinna í fjarvinnu og nú bíður fyrirtækja og hópa að hugsa út fyrir boxið til að takast á við komandi áskoranir. Í þeim efnum getur það nýst okkur að vera meðvituð um það hvernig kórónuveiran er að breyta okkur. „Heimsfaraldurinn getur kennt okkur ýmislegt nýtt og breytt sjónarhóli okkar. Við verðum líklega öll betri og sveigjanlegri í að aðlagast nýjum aðstæðum. Þetta er stórt námskeið í seiglu,“ segir Ingrid. Að mati Ingrid mun þessi sveigjanleiki og breytt viðhorf hjálpa okkur í að ná fótfestu á ný, hvort heldur sem er í atvinnulífinu eða samfélaginu sem heild. Ingrid bendir á sex atriði. 1. Við áttum okkur á því sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut Við finnum öll fyrir afleiðingum veirunnar óháð aldri, þjóðfélagsstöðu, stjórnmálaskoðunum eða öðrum einstaklingsbundnum þáttum. Takmarkanir eru á félagslegum samskiptum og mörg getum við ekki sinnt grunnþáttum starfs okkar, ef við erum svo heppin að hafa enn vinnu. Faraldurinn kennir okkur að taka lifnaðarháttum okkar, fólkinu í kringum okkur og heilsunni ekki sem sjálfsögðum hlut. 2. Við upplifum minni stjórn Við erum vön því að hafa sjálfstæði og geta stjórnað því hvað við gerum og hvernig við lifum lífinu. Í aðstæðunum í dag eru það veiran og aðgerðir til að sporna við útbreiðslu hennar sem stjórna athöfnum okkar. En við erum líka að átta okkur á því að við getum samt sem áður haft áhrif með því að velja viðbragð okkar. Eins og geðlæknirinn Viktor E. Frankl, sem lifði af útrýmingarbúðir nasista, benti á í bók sinni Leitinni að tilgangi lífsins þá er aldrei hægt að taka frá okkur hvernig við bregðumst við aðstæðum í lífinu. 3. Við öðlumst skýrleika í gegnum einfaldleikann Vegna takmarkana á hreyfanleika höfum við verið knúin til að hægja á hraðanum og einfalda líf okkar. Það gefur okkur skýrari sýn á það sem skiptir okkur raunverulega máli, eins og t.d. að verja tíma með okkar nánustu, hringja í gamla vini, fara í langa göngutúra eða slaka á í góða veðrinu á meðan við hunsum smávægileg óþægindi daglegs lífs. Atriði sem sköpuðu pirring áður virðast ekki jafn mikilvæg núna. Þetta tímabil getur verið tækifæri til að endurmeta lífið og gera jákvæðar breytingar. 4. Langtímamarkmið virðast minna mikilvæg Margir hafa tilhneigingu til að hlakka meira til framtíðarmarkmiða en að njóta augnabliksins, þess sem er hér og nú. Óvissan sem umlykur líf okkar hefur þau áhrif að langtímamarkmið virðast minna mikilvæg. Við einblínum meira á daginn í dag og daginn á morgun. Þetta er jákvæð þróun því rannsóknir sýna að fólk sem lifir í núinu og nýtur þess sem það er að gera upplifir meiri vellíðan en þeir sem dvelja við fortíðina eða einblína á framtíðina. 5. Þakklætið og samstaðan hafa aukist Við upplifum og tjáum meira þakklæti, t.d. í garð heilbrigðisstarfsmanna, starfsfólks sem sinnir framlínustörfum, einstaklinga og fyrirtækja sem gefa gjafir, þríeykisins sem hefur stjórnað málum af yfirvegun og festu, og vina og kunningja sem eru til staðar fyrir okkur á krefjandi tímum. Samfélagshyggjan hefur aukist og við sýnum meiri samstöðu, samhjálp, umhyggju og manngæsku. 6. Við skiljum loks hvað við höfum það gott Hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, og óháð þeim persónulegu áskorunum sem við gætum þurft að takast á við, eruð við mun betur sett en margir aðrir í þessum heimi. Tökum sem dæmi fólk í flóttamannabúðum þar sem nándin er mikil og litlir möguleikar á að virða tveggja metra regluna eða þvo sér reglulega um hendurnar með sápu. Á meðan höfum við sjálf kannski aðeins þurft að breyta ferðaáætlunum eða flytja vinnustöðina heim. Að setja hlutina í samhengi er góð leið til að átti sig á því hversu heppinn maður er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðamenning Stjórnun Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Kórónuveiran er að breyta okkur hægt og hljóðalaust en hugsanlega erum við ekki öll meðvituð um það hvernig viðhorf okkar og hegðun er að breytast vegna óreiðunnar sem kórónuveiran hefur skapað,“ segir Ingrid Kuhlman. Að hennar mati mun kórónuveiran hafa mun fleiri varanleg áhrif önnur en aukin áhersla á hreinlæti, almenna tillitssemi eða það hvernig við vinnum vinnuna okkar. „Tilvera okkar er gjörbreytt“ segir Ingrid. Ingrid er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði og er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún telur að margt af því sem kórónuveiran er að breyta muni fylgja okkur inn í það hvernig við tökumst á við komandi tíma. Á vinnustöðum mun umgengni og verklag breytast þar sem hreinlæti skiptir mun meira máli en áður, fleiri munu vinna í fjarvinnu og nú bíður fyrirtækja og hópa að hugsa út fyrir boxið til að takast á við komandi áskoranir. Í þeim efnum getur það nýst okkur að vera meðvituð um það hvernig kórónuveiran er að breyta okkur. „Heimsfaraldurinn getur kennt okkur ýmislegt nýtt og breytt sjónarhóli okkar. Við verðum líklega öll betri og sveigjanlegri í að aðlagast nýjum aðstæðum. Þetta er stórt námskeið í seiglu,“ segir Ingrid. Að mati Ingrid mun þessi sveigjanleiki og breytt viðhorf hjálpa okkur í að ná fótfestu á ný, hvort heldur sem er í atvinnulífinu eða samfélaginu sem heild. Ingrid bendir á sex atriði. 1. Við áttum okkur á því sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut Við finnum öll fyrir afleiðingum veirunnar óháð aldri, þjóðfélagsstöðu, stjórnmálaskoðunum eða öðrum einstaklingsbundnum þáttum. Takmarkanir eru á félagslegum samskiptum og mörg getum við ekki sinnt grunnþáttum starfs okkar, ef við erum svo heppin að hafa enn vinnu. Faraldurinn kennir okkur að taka lifnaðarháttum okkar, fólkinu í kringum okkur og heilsunni ekki sem sjálfsögðum hlut. 2. Við upplifum minni stjórn Við erum vön því að hafa sjálfstæði og geta stjórnað því hvað við gerum og hvernig við lifum lífinu. Í aðstæðunum í dag eru það veiran og aðgerðir til að sporna við útbreiðslu hennar sem stjórna athöfnum okkar. En við erum líka að átta okkur á því að við getum samt sem áður haft áhrif með því að velja viðbragð okkar. Eins og geðlæknirinn Viktor E. Frankl, sem lifði af útrýmingarbúðir nasista, benti á í bók sinni Leitinni að tilgangi lífsins þá er aldrei hægt að taka frá okkur hvernig við bregðumst við aðstæðum í lífinu. 3. Við öðlumst skýrleika í gegnum einfaldleikann Vegna takmarkana á hreyfanleika höfum við verið knúin til að hægja á hraðanum og einfalda líf okkar. Það gefur okkur skýrari sýn á það sem skiptir okkur raunverulega máli, eins og t.d. að verja tíma með okkar nánustu, hringja í gamla vini, fara í langa göngutúra eða slaka á í góða veðrinu á meðan við hunsum smávægileg óþægindi daglegs lífs. Atriði sem sköpuðu pirring áður virðast ekki jafn mikilvæg núna. Þetta tímabil getur verið tækifæri til að endurmeta lífið og gera jákvæðar breytingar. 4. Langtímamarkmið virðast minna mikilvæg Margir hafa tilhneigingu til að hlakka meira til framtíðarmarkmiða en að njóta augnabliksins, þess sem er hér og nú. Óvissan sem umlykur líf okkar hefur þau áhrif að langtímamarkmið virðast minna mikilvæg. Við einblínum meira á daginn í dag og daginn á morgun. Þetta er jákvæð þróun því rannsóknir sýna að fólk sem lifir í núinu og nýtur þess sem það er að gera upplifir meiri vellíðan en þeir sem dvelja við fortíðina eða einblína á framtíðina. 5. Þakklætið og samstaðan hafa aukist Við upplifum og tjáum meira þakklæti, t.d. í garð heilbrigðisstarfsmanna, starfsfólks sem sinnir framlínustörfum, einstaklinga og fyrirtækja sem gefa gjafir, þríeykisins sem hefur stjórnað málum af yfirvegun og festu, og vina og kunningja sem eru til staðar fyrir okkur á krefjandi tímum. Samfélagshyggjan hefur aukist og við sýnum meiri samstöðu, samhjálp, umhyggju og manngæsku. 6. Við skiljum loks hvað við höfum það gott Hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, og óháð þeim persónulegu áskorunum sem við gætum þurft að takast á við, eruð við mun betur sett en margir aðrir í þessum heimi. Tökum sem dæmi fólk í flóttamannabúðum þar sem nándin er mikil og litlir möguleikar á að virða tveggja metra regluna eða þvo sér reglulega um hendurnar með sápu. Á meðan höfum við sjálf kannski aðeins þurft að breyta ferðaáætlunum eða flytja vinnustöðina heim. Að setja hlutina í samhengi er góð leið til að átti sig á því hversu heppinn maður er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðamenning Stjórnun Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira