MoraBanc Andorra byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta en í kjölfarið tóku heimamenn við sér og unnu að lokum öruggan sigur með sautján stiga mun, 84-67.
Haukur Helgi skoraði sex stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka tvö fráköst á þeim nítján mínútum sem hann spilaði í leiknum.
MoraBanc er í ellefta sæti deildarinnar eftir fimmtán leiki, hefur unnið sjö leiki en tapað átta leikjum.