Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 10:26 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. Norður-Kórea hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki heims og sú einangrun hefur aukist mjög á undanförnum árum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, sem vitnar í ríkismiðla nágranna sinna í norðri, ræddi Kim einnig um skýrslu sem gerð var um samband ríkjanna á Kóreuskaganum en ekki liggur fyrir hvort ummæli hans tengist því að bæta samskipti Norður- og Suður-Kóreu sérstaklega. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað á undanförnum misserum eða síðan Kim og Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, héldu síðasta fund þeirra árið 2019 og komust ekki að samkomulagi. Í fyrra sprengdu Norður-Kóreumenn svo samvinnustofnun ríkjanna á landamærum þeirra í loft upp vegna áróðursbæklinga sem höfðu verið sendir til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa boðið nágrönnum sínum á fundi síðan þá en þeim boðum hefur ekki verið svarað. Sjá einnig: Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Sérfræðingar sem Yonhap ræddi við segjast telja ummæli Kim til marks um að hann ætli sér að reyna að hefja viðræður við ríkisstjórn Joe Biden um að viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu verði felldar niður. Talið er að Kim eigi afmæli í dag og að hann sé 37 ára. Hann tók við völdum þegar faðir hans Kim Jong Il dó árið 2011. Hann varð fyrsti leiðtogi landsins til að funda með forseta Bandaríkjanna og hefur sömuleiðis rætt við leiðtoga Kína, Rússlands, Suður-Kóreu og annarra ríkja. Eftir að viðræður hans og Trumps skiluðu engum árangri hefur Kim reynt að bæta efnahagslegt ástand landsins og viðurkenndi hann fyrr í vikunni að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Ríkisstjórn Kim hefur gengið hart fram gegn því sem kallað hefur verið utanaðkomandi andsósíalista aðgerðir og kallaði Kim í gær eftir því að slíkum aðgerðum yrði eytt innan landamæra ríkis síns. AP fréttaveitan hefur eftir greinendum að efnahagsleg vandræði Norður-Kóreu hafi valdið ákveðnum vandræðum sem verið sé að reyna að kveða niður. Kapítalismi hafi mögulega hreiðrað um sig á svörtum mörkuðum landsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Norður-Kórea hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki heims og sú einangrun hefur aukist mjög á undanförnum árum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, sem vitnar í ríkismiðla nágranna sinna í norðri, ræddi Kim einnig um skýrslu sem gerð var um samband ríkjanna á Kóreuskaganum en ekki liggur fyrir hvort ummæli hans tengist því að bæta samskipti Norður- og Suður-Kóreu sérstaklega. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað á undanförnum misserum eða síðan Kim og Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, héldu síðasta fund þeirra árið 2019 og komust ekki að samkomulagi. Í fyrra sprengdu Norður-Kóreumenn svo samvinnustofnun ríkjanna á landamærum þeirra í loft upp vegna áróðursbæklinga sem höfðu verið sendir til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa boðið nágrönnum sínum á fundi síðan þá en þeim boðum hefur ekki verið svarað. Sjá einnig: Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Sérfræðingar sem Yonhap ræddi við segjast telja ummæli Kim til marks um að hann ætli sér að reyna að hefja viðræður við ríkisstjórn Joe Biden um að viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu verði felldar niður. Talið er að Kim eigi afmæli í dag og að hann sé 37 ára. Hann tók við völdum þegar faðir hans Kim Jong Il dó árið 2011. Hann varð fyrsti leiðtogi landsins til að funda með forseta Bandaríkjanna og hefur sömuleiðis rætt við leiðtoga Kína, Rússlands, Suður-Kóreu og annarra ríkja. Eftir að viðræður hans og Trumps skiluðu engum árangri hefur Kim reynt að bæta efnahagslegt ástand landsins og viðurkenndi hann fyrr í vikunni að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Ríkisstjórn Kim hefur gengið hart fram gegn því sem kallað hefur verið utanaðkomandi andsósíalista aðgerðir og kallaði Kim í gær eftir því að slíkum aðgerðum yrði eytt innan landamæra ríkis síns. AP fréttaveitan hefur eftir greinendum að efnahagsleg vandræði Norður-Kóreu hafi valdið ákveðnum vandræðum sem verið sé að reyna að kveða niður. Kapítalismi hafi mögulega hreiðrað um sig á svörtum mörkuðum landsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira