Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 10:26 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. Norður-Kórea hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki heims og sú einangrun hefur aukist mjög á undanförnum árum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, sem vitnar í ríkismiðla nágranna sinna í norðri, ræddi Kim einnig um skýrslu sem gerð var um samband ríkjanna á Kóreuskaganum en ekki liggur fyrir hvort ummæli hans tengist því að bæta samskipti Norður- og Suður-Kóreu sérstaklega. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað á undanförnum misserum eða síðan Kim og Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, héldu síðasta fund þeirra árið 2019 og komust ekki að samkomulagi. Í fyrra sprengdu Norður-Kóreumenn svo samvinnustofnun ríkjanna á landamærum þeirra í loft upp vegna áróðursbæklinga sem höfðu verið sendir til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa boðið nágrönnum sínum á fundi síðan þá en þeim boðum hefur ekki verið svarað. Sjá einnig: Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Sérfræðingar sem Yonhap ræddi við segjast telja ummæli Kim til marks um að hann ætli sér að reyna að hefja viðræður við ríkisstjórn Joe Biden um að viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu verði felldar niður. Talið er að Kim eigi afmæli í dag og að hann sé 37 ára. Hann tók við völdum þegar faðir hans Kim Jong Il dó árið 2011. Hann varð fyrsti leiðtogi landsins til að funda með forseta Bandaríkjanna og hefur sömuleiðis rætt við leiðtoga Kína, Rússlands, Suður-Kóreu og annarra ríkja. Eftir að viðræður hans og Trumps skiluðu engum árangri hefur Kim reynt að bæta efnahagslegt ástand landsins og viðurkenndi hann fyrr í vikunni að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Ríkisstjórn Kim hefur gengið hart fram gegn því sem kallað hefur verið utanaðkomandi andsósíalista aðgerðir og kallaði Kim í gær eftir því að slíkum aðgerðum yrði eytt innan landamæra ríkis síns. AP fréttaveitan hefur eftir greinendum að efnahagsleg vandræði Norður-Kóreu hafi valdið ákveðnum vandræðum sem verið sé að reyna að kveða niður. Kapítalismi hafi mögulega hreiðrað um sig á svörtum mörkuðum landsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Norður-Kórea hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki heims og sú einangrun hefur aukist mjög á undanförnum árum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, sem vitnar í ríkismiðla nágranna sinna í norðri, ræddi Kim einnig um skýrslu sem gerð var um samband ríkjanna á Kóreuskaganum en ekki liggur fyrir hvort ummæli hans tengist því að bæta samskipti Norður- og Suður-Kóreu sérstaklega. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað á undanförnum misserum eða síðan Kim og Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, héldu síðasta fund þeirra árið 2019 og komust ekki að samkomulagi. Í fyrra sprengdu Norður-Kóreumenn svo samvinnustofnun ríkjanna á landamærum þeirra í loft upp vegna áróðursbæklinga sem höfðu verið sendir til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa boðið nágrönnum sínum á fundi síðan þá en þeim boðum hefur ekki verið svarað. Sjá einnig: Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Sérfræðingar sem Yonhap ræddi við segjast telja ummæli Kim til marks um að hann ætli sér að reyna að hefja viðræður við ríkisstjórn Joe Biden um að viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu verði felldar niður. Talið er að Kim eigi afmæli í dag og að hann sé 37 ára. Hann tók við völdum þegar faðir hans Kim Jong Il dó árið 2011. Hann varð fyrsti leiðtogi landsins til að funda með forseta Bandaríkjanna og hefur sömuleiðis rætt við leiðtoga Kína, Rússlands, Suður-Kóreu og annarra ríkja. Eftir að viðræður hans og Trumps skiluðu engum árangri hefur Kim reynt að bæta efnahagslegt ástand landsins og viðurkenndi hann fyrr í vikunni að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Ríkisstjórn Kim hefur gengið hart fram gegn því sem kallað hefur verið utanaðkomandi andsósíalista aðgerðir og kallaði Kim í gær eftir því að slíkum aðgerðum yrði eytt innan landamæra ríkis síns. AP fréttaveitan hefur eftir greinendum að efnahagsleg vandræði Norður-Kóreu hafi valdið ákveðnum vandræðum sem verið sé að reyna að kveða niður. Kapítalismi hafi mögulega hreiðrað um sig á svörtum mörkuðum landsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira