Fóru á leik Raptors og Pacers en horfðu á Lakers gegn Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2021 15:41 Anthony Davis sækir að Jayson Tatum í leik Los Angeles Lakers á móti Boston Celtics en til hliðar er Justin Shouse. Samsett mynd Kjartan Atli Kjartansson bauð upp á nýjung í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi en þar fóru NBA þríburarnir svokölluðu yfir öll liðin í NBA-deildinni. „Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Sportið í dag Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
„Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Sportið í dag Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira