Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum: „Ómögulegt að fjölga þátttakendum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:58 Silja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi ÍBR. STÖÐ2 Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum í dag. Upplýsingafulltrúi ÍBR segir leitt að færri komust að en vildu. Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘ Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘
Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira