Movistar Estudiantes og Casademont Zaragoza mætast í spænska körfuboltanum en Tryggvi Snær leikur með síðarnefnda liðinu.
Það er hörkuleikur í fótboltanum á Spáni. Atletico Madrid, toppliðið, fær Sevilla sem er í sjötta sæti deildarinnar með þrjátíu stig.
Atletico er stigi á undan Real Madrid sem er í öðru sætinu en á þrjá leiki til góða. Sevilla getur hoppað upp í þriðja sætið með sigri.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.