Hestar háma í sig jólatré í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2021 20:04 Hestarnir hjá Katrínu háma í sig jólatrén og eru hæst ánægðir með að fá að njóta trjánna, sem fólk hafði inni í stofu hjá sér um jólin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sex hestar í Þorlákshöfn lifa sældarlífi þessa dagana því þeir fá að éta jólatré út í gerðinu sínu, sem þeir gera með bestu lyst. Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn Ölfus Hestar Jól Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn
Ölfus Hestar Jól Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira