Atvikið átti sér stað í borginni Sherbrooke en á laugardag var útgöngubann sett á frá kl. 20 til 5 um morgun. Að fara út með hundinn er ein af örfáum löglegum ástæðum þess að vera á ferðinni utandyra á þessum tíma.
Lögregla sá til parsins um kl. 21 á laugardagskvöld en þau sögðust vera að fara eftir reglunum og undanþágunni um viðrun gæludýra. Var parið síður en svo samvinnuþýtt, að sögn lögreglu.
Þau voru sektuð um jafnvirði 157 þúsund íslenskra króna en alls gaf lögregla út 750 sektir vegna brota gegn banninu um helgina.
Nærri 670 þúsund Kanadabúar hafa greinst með Covid-19 síðan heimsfaraldurinn braust út.